Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 18

Morgunn - 01.06.1963, Page 18
Spíritisminn í dag ★ Ilvernig stendur spíritisminn á íslandi í dag? Af tveim ástæðum ætla ég að ræða nokkuð um það, bæði vegna þess, að svo hefir skipazt, að við formannsstöðu í félag- inu hefi ég tekið aftur, og eins vegna þess, að í ríkara mæli en orðið hefir um langt árabil, hafa málefni félags- ins verið rædd á opinberum vettvangi, í útvarpi og blöðum, og þessvegna verið mikið um málið rætt manna á meðal. Sannfæringin um, að menn lifi eftir líkamsdauðann og að framliðnir menn hafi sjálfir fært á það sönnur, er iafn- gömul kristindóminum. En spíritisminn sem sannfæring um, að með réttri notkun miðla sé unnt að ná sambandi við látna menn, má segja að sé miklu yngri. Sú hreyfing hafði áunnið sér mikinn fjölda áhangenda, bæði vestan hafs og austan, er hún barst hingað fyrir nálega 60 árum. Þrátt fyrir andstöðu, sem raunar var eðlileg, vakti þessi nýstárlega hreyfing athygli margra og vann fljótlega fylgi margra manna víðsvegar um landið. Einkum eftir að for- vígismönnum hreyfingarinnar barst upp í hendur slíkur afburða miðill, sem Indriði Indriðason var tvímælalaust, vaknaði undrun margra, og menn bundu miklar vonir við hreyfinguna. Og það er einnig ofur skiljanlegt, að margir bundu við þetta nýstárlega mál meiri vonir en gátu rætzt. Eftir liðin 60 ár er auðveldara að sjá þetta en unnt var í byrjun. Sálarrannsóknafélag Islands hefir nú starfað í 44 ár, og eðlilega hefir á ýmsu gengið um starf þess á svo löng- um ferli. Til eru þeir, og sennilega ekki allfáir, sem segja:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.