Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 19

Morgunn - 01.06.1963, Side 19
MORGUNN 13 þessu miðar ekkert áfram, það er svo lítið, sem maður fær að vita í gegn um miðlana, að það er gagnslaust að vera að leita þeirra. Ég held að þeir, sem vitað hafa hvað þeir voru að gera, hafi aldrei lofað því, að spíritisminn gæti kortlagt alheim- inn eða gefið einhverskonar ugglaust símasamband við framliðna menn. Mér hefir frá byrjun sýnzt þeir menn, sem slíkt hafa ætlað sér, hafi ekki verið þess umkomnir, að fást við málið og hefðu aldrei átt að fást við það. Það er ómótmælanlegt, að beztu og öruggustu miðlar og til- raunamenn hafa gert sér ljóst, að þeir komust að vissu marki og ekki lengra. Mér kemur vitanlega ekki í hug að neita því, að með hjálp sumra miðla, og þá einkum beztu skrifmiðlanna, hafa komið fram mjög athyglisverðar og mjög sennilegar og mjög skynsamlegar lýsingar af lífinu fyrir handan gröf og dauða. En hjá fæstum miðlum, sem mér er kunnugt um, hefir nokkuð komið fram í þessa átt- ina, sem verulega miklu máli skiptir og óhjákvæmilegt er að taka algerlega til greina. Því verður ekki með skyn- semd og sanngirni neitað, að miðlasambandið hefir ekki reynzt sú opinberunarlind, sem margir væntu á fyrri ár- um og margir treystu staðfastlega á. Er þá ekki allt unnið fyrir gýg? Er þá til nokkurs að vera að halda áfram? Því svara ég afdráttarlaust játandi og held því fram, að það er nauðsynlegra en flest annað, sem fengizt er við, að haldið sé áfram. Enn sem komið er, er meginviðfangs- efnið það, að færa á það sönnur, leita fyrir því öruggra sannana, leiða að því sem flestar og sterkastar líkur, að mannssálin lifi líkamsdauðann. Eins og högum mannkyns- ins er komið, held ég að ekkert annað sé nauðsynlegra og vænlegra til blessunar. Hversvegna viðgengst það, sem mestri bölvun veldur á jörðu? Hversvegna er mannkynið enn svo fjarlægt því, að sinna í alvöru meginkenningu Krists um bræðralag, samfélagslíf og skyldur við sam- félagið ? Það er vegna þess að menn trúa því ekki í alvöru,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.