Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 25

Morgunn - 01.06.1963, Page 25
MORGUNN 19 sem vilja gæta sóma síns og samstarfsmenn þeirra, sem annt er um málefnið, skuli taka í mál svo ábyrgðarlaust miðilsstarf. Frú Guðrún Guðmundsdóttir, sem margir fengu merkilega reynslu hjá, meðan hún starfaði á vegum S.R.F.I. um margra ára skeið, sagði við mig nýlega: „Að ég get litið með óblandinni gleði yfir öll þau ár, er ég starfaði á vegum Sálarrannsóknafélagsins undir hand- leiðslu Einars Kvarans, er fyrst og fremst að þakka því, að ég fékk ekki að vita um fundargestina fyrirfram, var leidd inn í myrkvað herbergi og sá þá ekki fyrr en ég vakn- aði og fundi var lokið. Og bezt þótti mér, að gestirnir færu aftur út í myrkri og ég vissi ekki, hverjir fundinn höfðu setið“. Að miðlar og samstarfsfólk þeirra skuli ekki nota sér þessi dýrmætu forréttindi, sjálfra sín og málefnisins vegna, á ég örðugt með að átta mig á. * Kæru félagar, vér erum hér saman á sameiginlegum fundi félagsins og kvennadeildarinnar, og slíka sameigin- lega fundi höfum við að jafnaði haft með nokkuð léttari blæ og glaðari. En hér tek ég mér leyfi til að flytja alvar- legra mál, og að sjálfsögðu vegna þess, að ég tel það tímabært. Og þá vegna þess, að þótt margt hafi verið sagt af þekkingarskorti og óbilgirni í garð þess málefnis, sem félag vort er stofnað um, í blaðaskrifum undanfama mánuði, þá verður því ekki neitað, að sumt er það á þeim i'ökum byggt, sem spíritistar sjálfir hafa lagt andstæðing- unum í hendur. Þegar menn gerast svo bamalegir, að þeir halda því hik- laust fram, að ómerkilegt ljóðafálm sé til þeirra komið frá Hallgrími Péturssyni, og marklítið orðaglamur sé til þeirra komið frá sra Haraldi Níelssyni látnum, og þegar menn láta sér koma í hug, að fræða almenning um afdrif lát- innar, amerískrar leikkonu, án þess að láta nokkur rök fylgja því, að þeir hafi náð raunverulegu sambandi við

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.