Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 26

Morgunn - 01.06.1963, Side 26
20 MORGUNN hana, er ekki við öðru að búast en háðsyrðum og raunar hártogunum frá andstæðingunum, sem fegins hendi grípa við slíkum rakalausum staðhæfingum. Það má til þess ætlast, að þeir, sem um langan aldur hafa verið í þessu félagi, séu yfir slíkan „spíritisma“ hafnir, og að þeir andmæli honum hiklaust, nær sem hann skýtur upp kolli. En hitt vil ég ekki láta undan draga að benda á, að það er fjarri því einsdæmi um spíritismann, að „vinirnir“ verði málinu erfiðastir í skauti. Ég vil engu fremur láta bendla mig við sumt það, sem innan vébanda kristindóms- ins hefir komið fram og gerzt, en sumt það sem í nafni spíritismans er iðkað og haldið fram. En ég þekki aðrar hliðar á þessum málefnum báðum, og þeirra vegna er mér annt um þau og vil vinna að þeim, þótt ég hljóti að kom- ast í andstöðu við öfgarnar báðar: harðsnúnustu andstæð- ingana og skaðlegasta „vini“. * Þær ritsmíðar, er í blöðum hafa birtzt síðastliðna mán- uði um spíritismann, ætla ég ekki að rekja. Ég veit, að öll hafið þér fylgzt með þeim. Þar hafa ýmis sjónarmið og sum ekki tilkomumikil, komið fram. Sum má rekja til óvildar í garð málefnisins, önnur má sennilega rekja til þess, að menn hafa öfundast yfir því, hve geysilega mikið bækur um sálræn efni hafa selzt. En öll ætti þessi deila að vera oss félögum S.R.F.Í. lærdómsrík. Hún á að minna oss á, að fara eins viturlega og varlega og hverjum er unnt með málið. Hún á að kenna oss að gera strangar kröfur til þeirra, sem með miðilsgáfuna, fjöregg spíritismans, fara. Og hún á að vera oss hvöt til þess, að standa fast saman um þetta félag, svo lengi sem það hefir til þess vilja og mátt, að starfa á heilbrigðum grundvelli. Mörgum góðum spíritistum mun hafa sárnað meira en öll óvinsamleg og óréttmæt ummæli í útvarpi og blöðum, sú fregn, að talið er að einn hinna mest virtu sálarrann-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.