Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 27

Morgunn - 01.06.1963, Page 27
MORGUNN 21 sóknamanna, hinn heimskunni vísindamaður Sir 'William Crookes, hafi vegna ástarævintýra sinna með miðlinum Florence Cook, leynt brögðum, sem hún hafði í frammi í miðilsstarfi sínu og þannig gerzt henni samsekur. Um þetta hefi ég nokkuð skrifað í síðasta hefti Morguns og mun ekki fara mörgum orðum um það. Þó vil ég taka þetta fram: Þótt mörgum hljóti að sárna mjög, að svo ljótur skuggi hefir fallið á minningu þessa fræga manns og afskipti hans af sálarrannsóknamálinu, breytir það engu um málið sjálft og sannleiksgildi þess og gildi ann- arra sannana fyrir framhaldslífi. Þetta er ekki í fyrsta sinn, að líkamningamiðlar hafa valdið miklum vonbrigð- um. Og það er kannski sérstaklega þessvegna, að miklu minna hefir á seinni árum verið lagt upp úr sönnunargildi líkamningafyrirbrigðanna fyrir framhaldslífi, en áður var gert. Jafnvel svo sannfærður spíritisti sem Sir Arthur Conan Doyle, taldi líkamningafyrirbærin sanna lítið um framhaldslíf. Það eru hugrænu miðlafyrirbærin, sem sanna mest. Og við þau er það, svo að segja einvörðungu, að þeir menn fást, sem nú á tímum nefnast parapsycho- logar. Þeir hafa raunar fengizt minna við samstarf með miðlum, en sálarrannsóknamenn hafa gert. Þeir fást meira við þau sálræn fyrirbæri, sem sannanlega gerast án þess eftir þeim sé leitað hjá miðlum. En víst er það, að spurn- ingin um framhaldslíf og rannsókn á þeim fyrirbærum, sem til þess benda, leita á þessa menn fastar og fastar. Hinsvegar sýnist mér að ýmislegt bendi til þess, að sann- ana fyrir framhaldslífi verði á komandi árum leitað ekki síður með því að rannsaka hæfileika, sem með jarðneskum mönnum búa, en með því að leita sambands við framliðna menn. Það er gott til þess að vita, að nýjar stefnur, nýjar leiðir er verið að fara innan sálarrannsóknanna. Með því eiga forystumenn þessa félags að fylgjast eins og kostur er á, og kynna síðan félagsfólki og almenningi. Verkefnin eru mikil, sem bíða félags vors. En þótt það hljóti nokkuð

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.