Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 34

Morgunn - 01.06.1963, Page 34
28 MORGUNN gerast. Meðal sálarrannsóknamanna er sú hugmynd ríkj- andi nú, að ekki sé um það að ræða, að hugsunin beinlínis flytjist frá einum mannshuga til annars. Frú Sidgwick, systir Balfours lávarðar, var einn skarpvitrasti sálarrann- sóknamaður þessarar aldar. Hún hallaðist að því, að þegar fjarhrifatilraun tækist vel, eins og rynnu yfirvitundir tveggja aðila saman og þannig gerðust fjarhrifin en ekki með því móti, að annar aðilinn sendi hinum hugsunina. Hugsanlegt er að um fjarhrif geti verið að ræða frá látn- um manni. Sennilegust verður sú skýring, þegar um er að ræða atvik, sem engum jarðneskum manni gat verið kunn- ugt um. í þeim atriðum, sem nú skal nefna, er það vægast sagt erfitt, að finna á þeim svokallaða „skynsamlega skýr- ingu“, eða gera ráð fyrir því, að yfirvitund miðilsins, — óháð rúmi, og raunar tíma — hafi á einhvern hátt aflað sér þessarar vitneskju. „James Chaffin var bóndi í Davy County og gjörði erfðaskrá. Iiann var kvæntur maður og átti fjóra syni, í aldursröð þessa: John, James Pinkney, Marshall og Abner Columbus. 16. nóv. 1905 gjörði hann erfðaskrá, staðfesta af tveim vitnum, og gjörði þriðja elzta soninn, Marshall að erfingja búgarðsins, fól honum einum aðrar ráðstaf- anir eigna sinna. Konu sína og þrjá synina hina arf- leiddi hann ekki að neinu. Svo virðist, sem nokkurum árum síðar hafi hann orðið óánægður með þessa erfðaráðstöfun, því að 16. jan. 1919 gjörði hann svofellda erfðaskrá: „Eftir að hafa lesið 27. kap. 1. Mósebókar auglýsi ég, James L. Chaffin, þennan síðasta vilja minn: Eftir að búið er að greiða sæmilega útför mína, skiptist eignir mínar að jöfnu milli fjögurra sona minna, ef þeir lifa mig, en sé einhver þeirra látinn skiptist til afkomenda hans. Gildir þetta bæði um persónulega gripi mína og fast- eignir. Lifi kona mín mig, skulu synir okkar sjá um hana. Þessi er síðasti vilji minn og erfðaskrá, staðfest

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.