Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Síða 37

Morgunn - 01.06.1963, Síða 37
MORGUNN 31 mönnum að ná sambandi við þá látnu. En ég er sann- færður um að faðir minn birtist mér hvað eftir annað, og því mun ég trúa meðan ég lifi“. Ég ætla nú að segja frá öðru dæmi þess að erfðaskrá fannst, og að þessu sinni fyrir tilstilli miðils. Þetta atvik er enn trúverðugra vegna þess, að við málið kom hinn látni forsætisráðherra Kanada, Mackenzie King. Ég hefi ekki fengið tækifæri til þess að lesa eigin frásögn hans. Síðdegis í nóv. 1947 var Mackenzie King forsætisráð- herra gestur hjá mér og E. B. G. samverkakonu minni. Ég spurði hann þá, hvað einkanlega hefði vakið áhuga hans á sálarrannsóknamálinu og sannfært hann um að látnir lifa. Hann sagði mér, að markgreifafrúin af Aberdeen hefði fyrst vakið áhuga sinn á málinu. Fyrir tilstilli hennar hefði hann fengið tækifæri til að sitja fundi hjá Mrs. Wriedt, kunnum miðli fyrir beinar raddir. Og hann hélt áfram: „Erfðaskrá eins vina minna virt- ist týnd og varð ekki fundin. I miðilssambandi hjá Mrs. Wriedt sagði framliðinn kanadískur þingmaður, sem gjört hafði erfðaskrána, hvar hana væri að finna, í tiltekinni skattholsskúffu í tilteknu húsi í Frakklandi. Eftir þessari tilvísun fannst erfðaskráin á þessum stað“. Forsætisráðherrann sagði mér ennfremur, að að svo miklu leyti sem vitað yrði, hefði engum jarðneskum manni verið kunnugt um, hvar erfðaskráin væri niðurkomin, svo að ekki hefði miðillinn, frú Wriedt, getað fengið þá vitn- eskju með fjarhrifum úr huga nokkurs lifandi manns. Samt getur parapsychologían ekki viðurkennt, að þetta sé sönnun fyrir framhaldslífi þingmannsins, heldur sé þetta aðeins sönnun fyrir sálrænum gáfum miðilsins. Sum- ir þeirra, sem leggja stund á þessi vísindi, gera ráð fyrir allsherjarhuga (collective mind), sem geymi allt hið liðna, allt sem er og allt sem verður, og mannlegum verum við- kemur, einskonar allsherjar bókasafni, sem ekki sé stað- bundið og lokað sé líkamlegum skynfærum manna . . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.