Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 41

Morgunn - 01.06.1963, Side 41
MORGUNN 35 kvæmi heilans. Þeir munu segja, að heili og augu frú Leonards hafi framleitt þennan huga, sem leitar síðan uppi bækur í húsum fólks, sem hún þekkti sjálf ekki neitt. En hversvegna sér þá enginn þennan heila og þessi augu að verki hjá bókaskápunum? En sjálfir efnishyggjumenn- h'nir fara fram á það við oss, að vér leggjum trúnað á slík kraftaverk. Ef vér leiðum nú hjá oss tilgátu efnishyggjumann- anna, að heili og hugur sé óaðskiljanleg, og gerum ráð fyrir að sálræn gáfa, miðilsgáfan — en engir framliðnir — hafi komið fram með bókasönnunina, þá er þó eftir að skýra það, að oftar en einu sinni var bókin, sem í miðils- sambandinu var bent á, á tungumáli, sem frú Leonard skildi ekki eitt orð í. Felur þá skyggnigáfan líka í sér hæfileika til að þýða af erlendum tungumálum, sem hinn skyggni sjálfur skilur ekkert í? (Þessar bókasannanir, sem fram komu hjá frú Leonard, voru að jafnaði í því fólgnar, að stjórnandi miðilsins sagði tiltekinn látinn mann reyna að sanna sig með því, að segja til um, að á tilteknum stað í heimili fundargests- ins jarðneska væri bókaskápur, og í tiltekinni hillu væri bók 2. 3. 4. 5. 6. o. s. frv. bók frá hægri, og á tiltekinni blaðsíðu væri þetta og þetta lesmál). Á þessu fyrirbrigði er einnig sú skýring hugsanleg, að einhver annar maður gæti sagt til um þetta og frá honum væri vitneskjan komin í huga miðilsins, sem var í dásvefni. Sumir parapsychologar — og vera má að þeir hafi rétt fyrir sér — gera ráð fyrir, að undir vissum kringum- stæðum sé frú Leonard gædd almáttugum hæfileika til þess að ná úr hugum jarðneskra manna endurminningum þeirra um látinn mann, nákvæma lýsingu af honum, starfi hans og hugðarmálum, meðan hann var á jörðu. En jafn- vel þetta skýrir ekki bókasannanir hennar, vitneskju um ákveðna bók í ákveðinni hillu meðal milljóna bókaskápa í Englandi. Hinsvegar eru margir þeir, sem mjög hafa iðkað þessar tilraunir og náþekkja þær, sannfærðir um, að hér

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.