Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 45

Morgunn - 01.06.1963, Side 45
MORGUNN 39 ultu algerlega á því, að upp á þessu hefðizt, en lögregl- an hafði leitað árangurslaust og gefizt upp. Einn af málsaðilum leitaði á fund frú Dowdens og hafði meðferðis bréf, sem kona nokkur, er skyld var Graham hafði skrifað hundrað árum fyrr. Nú tjáðist þessi kona, sem fyrir ævalöngu var látin, vera komin að miðilssam- bandinu, og hún fullyrti, að Graham hefði verið grafinn í kirkjugarði, sem engin kirkja stæði í, og hún sagði til um, í hverju hverfi Lundúna kirkjugarðurinn væri. Mið- illinn, frú Dowden, var algerlega ókunnug á þeim slóðum. Fundargesturinn dró mjög í efa, að þessi tilvísun gæti verið rétt, en gröfin fannst nákvæmlega á þessum stað, og fyrir þetta vannst málið, þótt hinsvegar væri ekkert látið uppi um það í réttinum, hvaðan þessar upplýsingar hefðu fengizt, og ekki tók frú Dowden 250 pundin, sem heitið hafði verið hverjum þeim, sem upplýsingar um gröfina gæti gefið. Það má geta sér þess til, að annaðhvor, fundargestur- inn eða miðillinn, hafi einhvemtíma komið á þennan stað og séð gröfina, þótt búnir væru að gleyma því, og þessvegna hefði þessi vitneskja verið til í vitund þeirra. Frú Dowden fullyrti að hvað sig áhrærði gæti þetta ekki staðizt. Hún hefði ógeð á kirkjugörðum og kæmi þangað aldrei, og auk þess væri hún algerlega ókunnug á þessum slóðum. Fundargesturinn hafði hinsvegar óðara og þessi orðsending kom fram hjá miðlinum talið hana vafalaust ranga og þrætti fyrir, að á þessum slóðum væri nokkur kirkjugarður til, þar sem engin kirkja stæði í garðinum. Það er því mjög ósennilegt, að miðillinn hafi fengið vitneskjuna frá fundargestinum. Þá er einnig meira en hæpið að skýra þetta sem ómeð- vituð fjarhrif frá lifandi manni, sem einmitt á þessu augnabliki hefði þá átt að vera staddui' í kirkjugarðin- um við gröf Grahams og með dularfullum hætti „símsent" þessa vitneslcju vitund miðilsins, án þess að hafa hug- mynd um tilveru hans eða þessa tilraun. Óneitanlega er

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.