Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 47

Morgunn - 01.06.1963, Side 47
Listmálari verður miðill ★ Á vegum „Félags kirkjumanna um sálarrannsóknir" er nýlega komin út bók, sem er rituð ósjálfrátt af Grace Rosher, sem er kunnur listmálari með Bretum og hefir mestmegnis lagt stund á að mála mannamyndir. Það kom henni sjálfri gersamlega á óvart, að hún fór að rita ósjálfrátt. Hún segist hafa setið við skrifborð sitt og verið að skrifa sendibréf, þegar hún heyrði — eða henni heyrð- ist rödd segja við sig: „Láttu hönd þína hvílast og sjáðu hvað kemur.“ Hún hætti að skrifa, penninn var í mátt- lausri hendi hennar, en tók svo að hreyfast sjálfkrafa í hendi hennar á blaðinu. Sér til mikillar undrunar kveðst hún hafa lesið á blaðinu skiljanlega orðsendingu, er tjáðist koma frá látnum vini hennar, er hafði andazt vestur í Canada. Þetta gerðist haustið 1957, og ósjálfráða skriftin hefir haldið áfram að koma fram á þennan dag. Fyrst var hún eins og hikandi og óskýr, en varð smám saman öruggari. Og þá fór þessi látni vinur — er tjáðist vera — að segja henni frá andláti sínu og því, sem þar hefði farið á eftir, umhverfi sínu og viðfangsefnum í andaheiminum. Grace Rosher varð í fyrstu undrandi og hún hafði ímugust á þessum óvelkomnu orðsendingum, sem hún hafði í byrjun enga trú á, að væru raunverulega frá hinum látna vini. Hún vissi sæmilega mikið um undir- vitundina og það, hvernig hún getur haft það til að leika á fólk, sem við þessar tilraunir fæst. Og hana grunaði fastlega, að hér væri verið að lokka hana til trúgirni.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.