Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 48

Morgunn - 01.06.1963, Side 48
42 MORGUNN En við spurningunum, sem hún bar upp við þetta ósýni- lega afl — skrifarann —, fékk hún svör, sem henni þóttu merkileg, og rithöndin á þessum skrifum fóru að verða ótrúlega lík rithendi hins látna manns. Hún geymdi þenn- an leyndardóm með sjálfri sér og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Hún vildi ekki snúa sér til spíritista- félaga, hafði engin sambönd haft við þau og var hrædd við að lenda þar í höndunum á auðtrúa fólki. En hún sneri sér til hins kunna prests, sra Maurice Elliot, sem er ritari „Félags enskra kirkjumanna um sálarrannsókn- ir“. Presturinn fór með ósjálfráðu skrifin til rithandarsér- fræðings, F. T. Hilligher að nafni, tók með sér bréf, sem Gordon Burdick — látni maðurinn — hafði ritað í lifanda lífi, og bað rithandarsérfræðinginn að bera bréfin og ósjálfráðu skrifin saman. Eftir ýtarlega rannsókn gaf hann út þá yfirlýsingu, að öll þessi skrif væru rituð af sama manni, og svo augljóslega, að engin svik gætu kom- ið til greina, viljandi né óviljandi. I enska tímaritinu Light er sagt frá þessu og bókinni. Þar er sagt, að yfirlýsing rithandarsérfræðingsins sé athyglisverðust fyrir sálarrannsóknamenn. Innihaldið í ósjálfráðu skrifunum og það, sem þar er sagt um lífið eftir dauðann, sé að vísu einlægt og huggunarríkt, en feli ekkert í sér annað en það, sem óteljandi sinnum áður sé búið að segja í ósjálfráðum skrifum margra miðla. Og greinarhöfundurinn í Light lýkur orðum sínum með því að fullyrða, að lýsingin á lífinu eftir dauðann, sem þarna kemur fram, beri öll á sér ósvikinn blæ einlægni og trúverðugleika. Athyglisvert mun mörgum þykja, að félag kirkjulegra áhugamanna um sálarrannsóknir skuli stuðla að útgáfu þessarar bókar, þótt í því felist að sjálfsögðu ekki það, að félagið ábyrgist að frásagnirnar gefi fullkomna mynd af lífinu eftir dauðann.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.