Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 49

Morgunn - 01.06.1963, Page 49
Andinn frá Worms Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldri? ★ Grein sra Benjamins Kristjánssonar, sem hér fer á eftir, er birt með leyfi hans og eftir áskorun lesenda Morguns. Greinin er síðari svargrein hans til „s.a.m." blaðamanns vegna greinar þeirrar, sem getið er i greina- flokknum „Úr ýmsum áttum" og er á fyrstu blaðsíðum þessa heftis Morguns. Þótt ýmsir lesenda Morguns hafi lesið grein sra Benjamíns í Morgunblaðinu 19. maí s. 1., er I henni svo mikið og ýtarlegt efni um deilumál, sem margir láta sig skipta, að ritstj. þykir rétt að geyma hana i þessu riti, en dagblöðum munu flestir fleygja, þegar búið er að lesa þau. — Ritstj. Það er leiðinlegt að þurfa að leiðrétta sama mann oft- ar en einu sinni. Þó verður stundum ekki hjá því komizt til glöggvunar á réttu máli. f Mbl. nýlega hefst Sigurður A. Magnússon handa um að leggja út af sleggjudómum sínum í trúmálum, og verður sú útlegging sem vænta má því verri sem orð hans eru fleiri. Ég sé eftir pappírn- um, sem í þetta fer. Reyndar þarf ekki að eyða mörgum orðum að þessu skvaldri hans, því að það er ekki annað en útmálun á sömu fjarstæðum, sem áður var búið að hrekja. En ef það mætti verða einhverjum til skilnings- auka á andlegum málum, má fullvel nota S. A. M. sem dæmigerðan fulltrúa guðfræðilegs afturhalds og hleypi- dóma, sem heldur virðist fara vaxandi í landinu, eins og oft á sér stað á efnishyggjutímum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.