Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Qupperneq 51

Morgunn - 01.06.1963, Qupperneq 51
MORGUNN 45 að honum sé það gefið að þekkja leyndardóma guðsríkis. Er það nánast sagt spaugilegt að heyra slíka menn tala um hugtakarugling, sem hvorki skilja sjálfa sig eða aðra. Virðast þeir helzt halda, að þetta sé eitthvert handhægt töfraorð, sem nota megi til að breiða yfir fátæklegan málflutning, þegar röksemdir þrýtur. S. A. M. kallar það hugtakarugling, að Jesús, Páll og Lúther hafi barizt gegn bókstafsþrældómi, því að þeir hafi aðeins barizt gegn gömlum trúarformum, ekki gegn inntaki trúarinnar. Er þá bókstafurinn bara form, er honum ekki ætlað að fela í sér einhverja hugsun? Annars eru það nýjar trúarlegar upplýsingar, að Kristur hafi gert sér tíðara um form en efni trúarkenninganna. En hvað sem því líður: Bók- stafurinn getur orðið að eintómu formi, þegar menn eru hættir að skilja hann, eða hann er ekki framar samrým- anlegur þekkingu tímans. Þá er þörf á nýjum spámanni til að blása lífi í bókstafinn. Jesús var slíkur spámaður. Hann vakti dýpri skilning á ýmsum trúarhugtökum Gyð- inga. Enginn neitar því, að ýmsar kenningar kristindóms- ins eiga rót sína í gyðingdómi. Þó var kenning Jesú svo ný, að Farísearnir viðurkenndu hana ekki og dæmdu hann dauðasekan villutrúarmann. Þeir voru bókstafs- þrælar. Þegar kaþólskir menn telja mótmælendur vera villu- trúarmenn, sem ekki trúa í dag eins og menn gerðu á siðaskiptaöld, þá er það sams konar bókstafsþrældómur. Þetta fólk gætir ekki þess, að sömu orð og atburði er hægt að skilja á ólíkan hátt. Ef til vill skilja engir menn nokkurn hlut alveg eins. Víst er um það, að þúsundir guðfræðinga hafa á liðnum öldum skilið orð Jesú og ævi- starf sinn með hverju móti, og hvernig er þá hægt að tala um játningarnar sem kenningargrundvöll, sem allar kirkjudeildir hafi á öllum öldum sameinast um? Meira að segja trúarjátningarnar eru sprottnar upp úr áköfum deilum guðfræðinga, og fer því f jarri, að þær geti slcoðast vera hið síðasta orð um þessi efni: Eru t. d. sumar þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.