Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 55

Morgunn - 01.06.1963, Page 55
MORGUNN 49 að heiðursdoktor í guðfræði, og þá ákvörðun studdi þjóðin heils hugar. Það er von mín, að aldrei verði svo dimmt í salarkynnum þessarar æðstu menntastofnunar íslands, að hún sæmi nokkrum mann doktorsnafnbót, sem trúir á eldinn og brennisteininn og gerir Guð að kvalara mann- anna. Einkasonurinn og upprisa holdsins Hvað yrði nú um öll rétttrúuðu „guðsbörnin", ef Guð hefði aldrei annað barn átt en Jesús? Sjálfur talaði Jesús um Guðs syni, sem með sér mundu öðlast hlutdeild í upp- risunni, og Páll talaði um Jesúm sem frumburð meðal margra bræðra. Af þessu sést, að ekki er unnt að líta á Jesúm eins og gert er í játningunum. Hann gerði enga kröfu til þess sjálfur. I orðinu felst upprunalega heldur ekki annað en Messíasarhugmyndin: hinn útvaldi konungur, sem smurður var anda og krafti drottins og er í innilegu sambandi við hann. Þar sem játningamar urðu til á löngum tíma gætir þar bæði frábrigðilegs orðalags og viðbóta, sem smám saman hefur verið skotið inn í textann. Menn sem standa á líku þekkingarstigi og S. A. M. gera sér aldrei grein fyrir því, að misjafn skilningur kemur fram í ýmsum gerðum kreddunnar, og hver þeirra á þá að teljast réttur, eða telj- ast allir réttir, þó ólíkir séu? Nikeu-játningin talar að- eins um „upprisu dauðra“ og Aþanasíusar-játningin um „upprisu líkamans“. Er þetta sennilega sömu merkingar og þarna farið eftir skilningi Páls, sem ávallt hélt því fram, að hold og blóð geti ekki erft guðsríki. Þetta var í fullu samræmi við reynslu Páls, sem gerði sér grein fyrir því, að hann hefði einungis séð Krist í sýn, og kallaði hinn upprisna Jesú: andann. Seinna kom upp í kristninni sú skoðun í samræmi við upprisuhugmyndir Farísea, að Jesús hefði risið upp í jarðneskum líkama og farið þannig til 4

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.