Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 60

Morgunn - 01.06.1963, Side 60
54 MORGUNN guðfræðingar. Hann sagði, að ekki mundu aðrir ganga inn í himnaríki en þeir, sem gerðu vilja föður síns, sem væri á himnum, enda væri guðsríki ekki hér eða þar, heldur væri það innra með mönnunum. Það væri fyrst og fremst nauð- synlegt að taka sinnaskiptum, breyta um hugarfar, og þá væri guðsríkið í nánd. Þetta er í samræmi við alla skyn- samlega hugsun. Blóðfómarhugmyndin er ekkert annað en barnaleg og óraunhæf guðfræði manna, sem ekkert vilja á sig leggja fyrir sína eigin sáluhjálp og vilja fá hana gefins. Páll skildi þetta betur er hann sagði: Guð lætur ekki að sér hæða, eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera. Þetta er hið guðlega réttlæti. Hins vegar birtist náð guðs og hjálpræði í því að öll- um eru gefin næg tækifæri til að taka sinnaskiptum og þroskast. Og fráleitt er að hugsa sér að Guð fari að níðast á hvítvoðungum og vesalingum eins og S.A.M. vill fyrir hvern mun vera láta. Ekki mundi hann reynast börnum sínum lakari en Erlingur á Sóla þrælum sínum, sem kom þeim öllum til manns. Til þess voru mennirnir settir á jörðina og sennilega margar fleiri himinstjörnur, að þar mættu þeir læra að þekkja greinarmun góðs og ills áður þeim væri hleypt á Bifröst. Og skaparinn á bæði til nógar vistarverur og ærinn tíma og þolinmæði. Að þessu athuguðu sé ég ekki, að nokkur djúpstæður greinarmunur sé á kenningum Jesú sjálfs og öðrum æðri trúarbrögðum, sem leggja áherzlu á sjálfsþjálfun. Mis- munurinn kemur aðeins í ljós, þegar gengið er framhjá orðum trúarbragðahöfundarins eða lögð í þau röng merk- ing. Enda er það furðuleg guðfræði að halda því fram, að höfundur Fjallræðunnar hafi ekki gert strangar siða- kröfur til mannanna, hann sem sagði, að þröngt væri hliðið og mjór vegurinn sem til lífsins lægi og fáir væru þeir sem fyndu hann. Kristur miðaði útvalninguna ekki við rétt-trúnað, það sýnir deila hans við Faríseana, heldur við andlegan þroska og þá umfram allt þroska kærleiks- lífsins. Þeim sem mikið elska verður mikið fyrirgefið.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.