Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 75

Morgunn - 01.06.1963, Side 75
MORGUNN 69 legt líf eigi að vera óaðskiljanleg. Aðeins með því móti sanni trúin gildi sitt. Trúin eigi að sjást af daglegu lífi manna og hversdagslífið eigi að fylla trúarlegu inni- haldi. Þessvegna leggja þessi trúarbrögð hina mestu á- herslu á líknar- og mannúðarstörf. 6. I fararbroddi er sterkur leiðtogi, sem menn treysta af því að þeir trúa því, að Guð hafi kallað hann til starfsins og veiti honum opinberanir. Þeirrar lotningar, sem keisarinn naut áður fyrr, njóta nú sumir hinna trúarlegu leiðtoga. 7. Þessi nýju trúarbrögð gefa játendum sínum tilfinn- ingu fyrir eigin gildi og gefa þeim sjálfstraust. Frá þeirri stundu, að maður gengur í slíkt trúfélag, er leit- ast við að hjálpa honum á alla lund og alla stund, „allt frá vöggu til grafar“, eins og þar er komizt að orði. Guðsþjónusturnar eru haldnar á þeim tíma, að honum sé auðvelt að sækja þær. Musterið stendur honum ævin- lega opið. Presturinn eða kennimaðurinn eru á öllum tímum reiðubúnir að ræða við hann og hjálpa honum til að ráða fram úr vandamálum sínum. Og honum er gefið tækifæri til þess að tjá sjálfan sig afdráttarlaust. 8. Þessi trúarbrögð kenna að góðum og gömlum aust- urlenzkum sið, að öll trúarbrögð séu afstæð, að „allir góðir vegir liggi til Guðs“. Að einu þessara nýju trúfé- laga fráskildu, skoða þau sig öll sem jafningja og hafa þessvegna stofnað með sér „Samband japanskra trúfé- laga“, þar sem hin einstöku félög vinna á ýmsan hátt saman. Hin einstöku trúfélög líta á sig sem hluta af einni allsherjarheild. Og hver einstaklingur eigi að mynda sína persónulegu heild í samræmi við eðli sitt og sér- kenni. Það er athyglisvert, að kristnar hugmyndir og hugs- anir hafa náð fótfestu í flestum þessara nýju trúar- bragða. Ritningarstaðir eru tíðum notaðir, sem einkunn- arorð og yfirskriftir í trúarlegum tímaritum. Og oft er

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.