Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 77

Morgunn - 01.06.1963, Side 77
Frá starfsemi S. R. F. í. ★ Á síðasta aðalfundi Sálarrannsóknafélags fslands, sem haldinn var 11. desember 1962, voni samþykktar ýmsar breytingar á lögum félagsins, sem leiða til nokkurra breytinga á starfseminni. Hin eldri lög félagsins voru frá árinu 1946 og var að sumu leyti orðið erfitt að fram- fylgja þeim, ,m.a. að því er snertir fundahöld í félaginu, vegna mikilla örðugleika á því að fá húsnæði til funda- halda í höfuðstaðnum. En aðalbreytingin sem nú er gerð, var í því fólgin, að í stað sjö manna stjórnar og tveggja varastjórnenda, var kosið tólf manna fulltrúaráð til tveggja ára, sem síðan kýs þriggja manna framkvæmdastjórn. Flestum mun kunnugt um hve erfitt er að ná saman fundum í fjölmennri stjórn, og var það talið til bóta að hafa fá- menna framkvæmdastjórn til þess að sjá um almenna starfsemi félagsins, til þess að þurfa ekki ávallt að kalla saman fund margra manna, oft og einatt til þess að taka ákvörðun um smávægileg félagsmál, sem aðkallandi eru. Að sjálfsögðu mun fulltrúaráðið og félagsfundir eftir sem áður hafa úrslitavald um öll meiri háttar mál fé- lagsins. Á aðalfundinum var síðan kosið í fulltrúaráðið, og hlutu kosningu: Sr. Jón Auðuns, sr. Sveinn Víkingur, frú Ingibjörg ögmundsdóttir, Gunnar E. Kvaran, stór- kaupmaður, Sigurlaugur Þorkelsson, fulltrúi, frú Katrín Smári, Eggert P. Briem, fulltrúi, Otto Michelsen, fram- kvæmdastjóri, frk. Ásta Stefánsdóttir, Guðmundur Jör-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.