Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 80

Morgunn - 01.06.1963, Side 80
74 MORGUNN Þá hefur verið um það rætt, að Morgunn verði látinn koma út oftar en hingað til hefur verið. Þó er það ekki ákveðið, en æskilegt væri ef tekizt gæti. Fara hér á eftir hin nýju lög Sálarrannsóknafélags Islands. Lög Sálarrannsóknafélags íslands ★ 1. gr. Félagið heitir „Sálarrannsóknafélag íslands“, skamm- stafað S.R.F.Í. Heimilisfang félagsins er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum málum yfirleitt, en þó sérstaklega að veita fræðslu um árangurinn af sálarrannsóknum nútímans. 3. gr. Þessum tilgangi hyggst félagið að ná með fyrirlestrum og útgáfu bóka og tímarita, ennfremur með því að athuga miðilsefni og stuðla að þjálfun þeirra, svo og að ráða miðla í þjónustu félagsins eftir því sem unnt reynist. 4. gr. Félagið er opið öllum og telst hver sá félagi, sem greiðir félagsgjöld sín. 5. gr. Félagsfundir skulu haldnir, þegar henta þykir og ástæð- ur leyfa. Skylt er að boða til fundar ef 20 félagsmenn óska þess skriflega.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.