Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 80

Morgunn - 01.06.1963, Page 80
74 MORGUNN Þá hefur verið um það rætt, að Morgunn verði látinn koma út oftar en hingað til hefur verið. Þó er það ekki ákveðið, en æskilegt væri ef tekizt gæti. Fara hér á eftir hin nýju lög Sálarrannsóknafélags Islands. Lög Sálarrannsóknafélags íslands ★ 1. gr. Félagið heitir „Sálarrannsóknafélag íslands“, skamm- stafað S.R.F.Í. Heimilisfang félagsins er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum málum yfirleitt, en þó sérstaklega að veita fræðslu um árangurinn af sálarrannsóknum nútímans. 3. gr. Þessum tilgangi hyggst félagið að ná með fyrirlestrum og útgáfu bóka og tímarita, ennfremur með því að athuga miðilsefni og stuðla að þjálfun þeirra, svo og að ráða miðla í þjónustu félagsins eftir því sem unnt reynist. 4. gr. Félagið er opið öllum og telst hver sá félagi, sem greiðir félagsgjöld sín. 5. gr. Félagsfundir skulu haldnir, þegar henta þykir og ástæð- ur leyfa. Skylt er að boða til fundar ef 20 félagsmenn óska þess skriflega.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.