Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 81

Morgunn - 01.06.1963, Side 81
MORGUNN 75 6. gr. Aðalfundur skal haldinn í marz-mánuði ár hvert. Skal boða aðalfund bréflega eða með auglýsingu í dagblöðum í Reykj avík með minnst þriggja daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og meiri hluti fulltrúaráðs félagsins sækir fundinn. 7. gr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þau mál, er hér segir: a. Formaður fulltrúaráðs skýrir frá starfsemi félagsins á liðnu ári. b. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félags- ins fyrir hið liðna ár. c. Kosið skal í fulltrúaráð félagsins samkv. 9. gr. d. Kosnir endurskoðendur félagsins. e. önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Ekki getur kosning í fulltrúaráð farið fram, nema reikningar félagsins hafi áður verið samþykktir. 8. gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Félagsgjöld skulu ákveðin árlega á aðalfundi. I félagsgjaldinu er inni- falið áskriftargjald að ársriti félagsins „Morgni“. Sé um hjón að ræða, sem bæði eru félagar, greiða þau aðeins og fá eitt eintak af ritinu, nema þau óski annars. 9. gr. Á aðalfundi skal kosið fulltrúaráð, skipað tólf mönnum til tveggja ára. Gengur helmingur þeirra úr fulltrúaráði á hverjum aðalfundi, eftir kjöraldri. Heimilt er að endur- kjósa menn í fulltrúaráð. Ennfremur skulu kosnir tveir endurskoðendur til eins árs í senn. 10. gr. Fulltrúaráð skiptir með sér störfum og kýs úr sínum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.