19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 11

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 11
í lýðræðisferli segir hún að þau séu mismunandi. ( Rússlandi til dæmis hafi fjöldi fólks vart til hnífs og skeiðar og við slíkar aðstæður sé lýðræði munað- ur. ( Bandaríkjunum sé lýðræðisþátt- taka lituð af skorti á félagslegri þjón- ustu og kostnaði við að gefa kost á sér í stjórnmálum, svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Dúna segir að oft sé litið til Norðurlandanna sem forystulanda hvað varði konur og lýðræði, því þar séu fleiri konur sýnilegar í stjómunar- stöðum en í öðrum löndum. „Þegarég sagði úti í Washington fyrir skömmu að okkur norrænum konum þætti hægt ganga í þessum málum var horft á mig eins og ég væri skrítin. En ég segi það samt sem áður að það sem þegar hef- ur áunnist er alls ekki nóg. Við þurfum því að velta því fyrir okkur hvað það er sem stendur konum fyrir þrifum á Norðurlöndum, ekki siður en annars staðar. Og þá þurfum við að spyrja hvernig fjölmiðlar komi inn í þetta eða atvinnulífið og félagsleg þjónusta eins og barnagæsla. Hvaða máli skiptir allt þetta fyrir þátttöku kvenna í lýðræð- inu?" Sigríður Dúna bætir því við að þeg- ar talað sé um möguleika á beinni þátt- töku í lýðræðisferli sé ekki aðeins verið að tala um stjórnmál. „Lýðræðisferli er til staðar i hverju einasta fyrirtæki og stofnun og snýst m.a. um það hvernig framganga kvenna er í fyrirtækjum og stofnunum og hvaða áhrif konur hafi á stefnu þeirra. Lýðræði tekur þannig ekki bara til stjórnmála heldur til allra sviða þjóðlífsins." Hún bendir einnig á að það sem til dæmis norrænar konur líti á sem vandamál þurfi ekki endilega að vera vandamál í augum kvenna ( Eystrasaltslöndunum eða Rússlandi. „Það er einmitt þess vegna sem ég sendi út bréfin til sem flestra í þátttök- ulöndunum, þ.e. til þess að komast að því hver vandamálin eru í þeirra aug- um. Ég ætla ekki að koma til þeirra og segja: „Heyriði stelpur ég veit alveg hvað er að hjá ykkur" - það ætla ég ekki að gera. Ég ætla að fá þær til að koma og segja hvernig þær sjái vanda- málin og svo reynum við í sameiningu að finna lausn á þeim," segir hún og ít- rekar að hlusta verði á allar raddir. Sigríður Dúna segir að síðustu nauð- synlegt að konur taki virkan þátt í lýð- ræðinu, hvort sem það sé á vinnu- staðnum eða í víðara samhengi, vegna þess að annars sé allt tal um lýðræði orðin tóm. Aðspurð segir hún ennfrem- ur að þátttaka kvenna sé ekki bara mik- ilvæg fyrir konur heldur líka fyrir karla. „Það er ekki hægt að tala um lýðræði án þess að tala bæði um konur og karla, við vitum að það er kynskipting í þjóðfélaginu og að hún birtist á öllum sviðum þjóðfélagsins, þannig að þegar við tölum um konur og lýðræði erum við líka að tala um karla og lýðræði. Þegar konur framkvæma þá breytist samfélagið og með því að halda ráð- stefnu sem þessa stefnum við að fé- lagslegum breytingum sem snerta karla ekki síður en konur." Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna: Valkyrkjan í Hvíta húsinu Þótt Hillary Clinton sé umdeild dregur enginn dul á afburðagreind hennar, tignarleika og þor, skrifar Arna Schram, sem hér fjallar nánar um konuna sem oft hefur verið nefnd valkyrkjan í Hvíta húsinu. „Mörgum finnst hún köld og fráhrindandi en undir niðri leynist hlý og heillandi manneskja," segir Mike Hammer, einn af blaðafulltrúum þjóðaöryggisráðs Bandaríkjanna, þegar hann er beðinn um að lýsa persónunni Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sem vænt- anleg er hingað til lands í haust til þess að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót. „Því er ekki að leyna að hún er afburðamanneskja," segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra (slands í Washington, enn fremur um Hillary og bætir við að til þess sé tekið að rökgreind hennar sé fyrsta flokks sem lögfræðings og málflytjanda. Björn Bjarnason menntamálaráðherra ber Hillary einnig vel söguna, en hann hitti hana í fyrsta sinn 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.