19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 18

19. júní - 19.06.1998, Side 18
Klerkaveldið, kvikmyndir og konur Forboðin Þegar minnst er á íranska klerkaveldið kveikir það | sjaldnast hugmyndir um kvenfrelsi, eða kvikmyndagerð í feminískum anda, en ekki er allt sem sýnist. Anna Sveinbjarnardóttir lítur á íranska kvikmyndagerð og framlag tveggja kvenna sem leikstýra í landi klerkaveldisins. Hitchcock, Kubrick, Spielberg. Þegar vestrænir lesendur (og ekki eingöngu þeir) rekast á þessi nöfn þarf sjaldnast að útskýra hvaða starfssvið þessir herramenn kusu sér. (við fleiri krefjast skýringar þegar nöfn Chantal Akerman, Sally Potter eða Kathryn Bigelow eru nefnd. Samt eru þetta vestrænir kvik- myndaleikstjórar sem hafa hlotið viðurkenn- ingu og jafnvel gert söluvænar myndir. Hvað gerist ef kvikmyndagerðarkonur eru ekki frá Evrópu eða Bandaríkjunum? Kvikmyndaá- hugafólk gæti nefnt Gillian Armstrong (Ástr- alíu) eða Jane Campion (Nýja-Sjálandi), en listinn yrði sjaldnast langur. Samt eiga langflestar þjóðir heims sína kvik- myndasögu sem byggst á framlagi bæði kvenna og karla. Myndir frá löndum eins og Brasilíu, Kóreu, eða Rússlandi fá þó sjaldnast að njóta sín í kvikmyndasölum vestrænna stórborga - hvað þá annars staðar - nema að þær hafi unnið til viðurkenninga á svoköll- uðum A-lista kvikmyndahátíðum. Dreifing kvikmynda stjórnast nefnilega ekki af gæð- um þeirra eða listfengi heldur af markaðs- stöðu framleiðenda, ítökum viðkomandi í dreifingarkerfum og bolmagni til öflugra auglýsingaherferða. íranskar kvikmyndir vekja athygli Á undanförnum árum hafa íranskar kvik- myndir verið áberandi á hátíðum víða um heim og nöfn eins og Abbas Kiarostami, 18

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.