19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 19

19. júní - 19.06.1998, Page 19
Moshen Makhmalbaf og Jafar Panhi orðið kunnug vestrænu kvikmyndaáhugafólki. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur bauð einmitt upp á nokkrar myndir Makhmalbaf í janúar sl. Panhi, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Kiarostami, er þekktastur fyrir myndina Bad- konake Sefid/ The White Ballon (1995), en nefna má að Kiarostami skrifaði handritið. Makhmalbaf og Kiarostami hafa hins vegar um 10 ára skeið vakið áhuga vestrænna kvik- myndaspekúlanta. Makhmalbaf hefur m.a. gert Arusi-ye Khuban/ Marriage of the Blessed (1988), Nasereddin Shah, aktor-e sinema/ Once Upon a Time, Cinema (1992), Gabbeh (1996), og Sokhout/ The Silence (1998), en Kiarostami hefur stýrt myndum á borð við Mashq-e shab/ Homework (1988), Close-up (1990), Zendegi va digar hich/ And Life Goes On (1992) og Ta'm e guilass/ Taste of Cherry (1997). Fyrir síðastnefndu myndina hlaut Kiarostami Gullpálmann í Cannes fyrir tveimur árum. Myndir frá íran halda áfram að vekja at- hygli en nú beinist athyglin m.a. að verkum tveggja kvenna. Sib/ The Apple (1997), fyrstu mynd Samirah Makhmalbaf, ungrar dóttur títtnefnds Makhmalbaf, hefur verið hampað víða á meðan Rakshan Bani'et- emad, eldri og reyndari leikstjóri, hefur fengið hljóðlátari umfjöllun fyrir Banooyn-e Ordibeheshi/ May Lady (1998). Vinsælt skotmark byltingarsinna Tilvist íranskra kvikmynda á kvikmyndahá- tíðarrúntinum er engin tilviljun því til að byggja upp iðnaðinn á síðari hluta níunda áratugarins var m.a. lögð áhersla á að koma myndum að á hátíðum. Klerkaveldið var nefnilega aldrei alfarið á móti kvikmyndum, það áleit eingöngu að flestar myndir gerðar fyrir byltinguna væru of vestrænar í anda. Kvikmyndum var stillt upp sem fulltrúum vestrænnar heimsvaldastefnu og Ayatollah Khomeini fordæmdi keisaraveldið fyrir að misnota þær til að spilla menningu landsins og kúga írönsku þjóðina. Kvikmyndir voru þess vegna vinsælt skotmark byltingarsinna. Á árunum 1978 til 1979 voru t.d. um 180 kvikmyndahús brennd til grunna og nokkrir kvikmyndagerðarmenn flúðu land. Eftir byltinguna endurskoðuðu hin nýju stjórnvöld yfir 2000 íranskar myndir, af þeim fengu um 1900 ekki sýningarleyfi og flestar erlendar myndir voru bannaðar og innflutn- ingur takmarkaður. Afskipti stjórnvalda af kvikmyndagerð voru ekki ný af nálinni. Rit- skoðun hafði einnig ríkt undir stjórn keisar- ans og myndir verið bannaðar. Sem dæmi má nefna að kvikmyndagerðarmenn sem til- heyrðu írönsku nýbylgjunni (1969-1975) reyndu oft að koma að gagnrýni á stjórnvöld í myndum sínum og lentu upp á kant við menningarráðuneytið sem sá bæði um kvik- myndaeftirlit og fjárframlög ríkisins til kvik- myndagerðar. Konur hurfu nánast úr kvikmyndum um tíma eftir 1979 af því að kvikmyndagerðar- menn voru ekki vissir um hvað væri leyfilegt. Ástandið var svipað og við upphaf aldarinn- ar þegar kvikmyndagerð hófst í Iran, sem þá hét reyndar Persía. Þá var konum ekki ein- göngu bannað að leika í kvikmyndum, sam- kvæmt trúarlegum boðum og bönnum, þær máttu helst ekki fara í bíó. Þegar klerkaveldi Khomeinis hafði lagt fram sinar reglur um "rétta" notkun kvikmynda, og einhvers kon- ar jafnvægi komst aftur á, fóru konur aftur að sjást í myndum. Þær tóku sér ekki aðeins stöðu fyrirframan myndavélina heldur einnig á bak við hana sem leikstjórar. inni Sib/ The Apple. Hún fjallar um föður sem hefur haldið 12 ára tvíburadætrum sínum innilokuðum frá fæðingu. Ástæðan sem hann gefur er sú að hann vill vernda þær frá óæski- legum utanaðkomandi áhrifum, og blind móðir þeirra getur ekki haft auga með þeim. Ómanneskjulegt uppeldi stúlknanna varð að hneykslismáli í (ran þegar nágrannar kærðu föðurinn til félagsmálayfirvalda og hann var neyddur til að hleypa stelpunum út og leyfa þeim að ganga i skóla. Þegar hin 17 ára Samirah Makhmalbaf sá fjallað um málið i sjónvarpi ákvað hún að byggja kvikmynd á atburðunum. Hún lét hendur standa fram úr ermum, fékk fjöl- Konur hurfu nánast úr kvikmyndum um tíma eftir 1979 af því að kvikmyndagerðarmenn voru ekki vissir um hvað væri leyfilegt. Ein af þessum konum var Rakshan Bani'et- emad. Hún útskrifaðist í kvikmyndaleikstjórn frá Listaháskólanum í Teheran á timum bylt- ingarinnar og hóf feril sinn með því að að- stoða við að leikstýra stuttum heimildar- myndum fyrir íranskt sjónvarp á níunda ára- tugnum. Árið 1987 leikstýrði hún sinni fyrstu leiknu mynd í fullri lengd. Það var gaman- myndin Kharej az mahdudeh/ Off Limits, en hún varð feikivinsæl í Iran. Bani'etemad fylgdi velgengninni eftir með tveimur gam- anmyndum í viðbót en leikstýrði siðan sinni fyrstu alvarlegu mynd, Nargess, árið 1992. Ferill hennar hefur haldist óslitinn allt fram á þennan dag. Konur í klerkaveldi Nýjasta mynd hennar, Banoonyn-e Ordi- beheshi/ May Lady, fjallar um fertuga, frá- skilda, heimildarmyndagerðarkonu, Forugh (nafn hennar er vísun í nafn feminísku skáld- konunnar Forugh Farrakzhad). Meðan For- ugh er að vinna efni fyrir heimildarmynd um "hina fullkomnu móður" verður hún hrifin af lækni en samband þeirra kemur unglingssyni hennar úr jafnvægi. I viðtölum hefur Bani'etemad sagt að með myndinni vildi hún komast frá eldri, einhliða framsetningum á konum í irönskum myndum og einnig þeirri ímynd að íranskar konur séu kúguð fórnarlömb sem geti ekkert gert. Hún hefur jafnframt látið hafa eftir sér að myndin hefði aldrei orðið að veruleika ef frjálslyndari öfl hefðu ekki komist að í síðustu kosningum. Þrátt fyrir aukið frelsi eru samt enn öflug boð og bönn sem móta íranskar myndir. Þau koma t.d. fram í því að samskipti Forugh við lækninn fara fram í gegnum síma. Þau eru aldrei sýnd saman sem par vegna þess að framsetning snertingar og augnaráðs í sam- skiptum kynjanna er enn svo eldfimt efni. Staða kvenna i landi klerkaveldisins er einnig til umfjöllunar í leiknu heimildamynd- skyldumeðlimi til að leika sjálfa sig og kvik- myndaði stúlkurnar í tæpar tvær vikur meðan þær voru að byrja að læra að fóta sig í nýjum heimi. Með aðstoð föður síns setti Samirah saman mynd sem hefur vakið athygli víða. í viðtali við breska tímaritið Sight and Sound fyrr á þessu ári segir Samirah að sag- an hafi kveikt áhuga hennar vegna þess að þungamiðjan væri samband föður við dætur. Hún og faðir hennar væru að vinna með það samband, sérstaklega í Ijósi þess að hún vill starfa á sama sviði og hann. Eins og fyrr sagði aðstoðaði Moshen við gerð Sib, aðal- lega við samsetninguna, og Samirah vann við nýjustu mynd hans Sokhout/ The Silence. Erfitt en ekki óbærilegt Aðspurð um stöðu kvenleikstjóra í (ran svar- ar Samirah að hún sé erfið en ekki óbærileg. Enginn segi hreint út að konur geti ekki leik- stýrt kvikmyndum, en komið sé fram við stúlkur eins og annars flokks borgara, t.d. innan skólakerfisins, og slík framkoma dragi úr metnaði þeirra. Samirah vill þó ekki meina að staða kvenna sé mikið verri í (ran en ann- ars staðar. Hún hafi nú fengið tækifæri til að ferðast um heiminn til að kynna og sýna Sib og alls staðar séu framtíðarmöguleikar kvenna verri en karla. Samirah horfir engu að síður björtum aug- um til framtíðarinnar. Næst segist hún vilja skrifa sitt eigið handrit. Það verður spenn- andi að bíða og sjá hvað úr verður. Helstu heimildir: The Oxford History of World Cinema, ritstj. Geoffrey Nowell-Smith, 1996. Sight & Sound, janúar 1999 Time Magazine, vol. 153. no. 11. 19

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.