19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 21

19. júní - 19.06.1998, Page 21
íslensku. „Börnin hafa aðlagast vel og fólk segir mér í óspurðum fréttum að þau tali góða íslensku," segir Amal þegar hún kem- ur aftur með kaffið. Sjálf er hún komin ágæt- lega inn í tungumálið þótt hún kjósi að við- talið fari fram á ensku. „Ekki koma seinna en hálftíu," kallar hún á eftir Wala og virðist ekki hissa á mótbárunum. „Ég set dálítið aðrar reglur en foreldrar í nágrenninu. Það sætta krakkarnir mínir sig ekki alltaf við og vitna gjarnan í íslensk lög um útivistartíma barna, máli sínu til stuðnings," segir Amal brosandi. Hún vill halda ákveðnum aga og saknar sam- stöðunnar sem palestínskir foreldrar sýna í uppeldinu. „Ef ég sé til fjórtán ára unglings reykja eða drekka á mínum heimaslóðum er það skylda mín að segja foreldrum barnsins frá því. Hér sýnist mér slíkt ekki tíðkast, það myndi líklega heita að vera með nefið ofan í einkamálum annarra." Amal býr með Heiðari Má Brynjólfssyni sem hún kynntist skömmu eftir komuna til (slands. Hjá þeim búa fjögur börn Amal frá fyrra hjónabandi, þau Fida, Wala, Majd og Ahd. Elsta dóttirin, Falasteen, er flutt að heiman með íslenskum unnusta sínum og barni. Saman eiga Amal og Heiðar svo tveggja ára dóttur, Bissan Ingu, þannig að heimilið er stórt. „Þú ættir að sjá hvernig hér er stundum slegist og gantast," segir Amal og hlær. „Börnin mín eru orðin eins og dæmigerðir íslenskir krakkar, ekki ókurteis en fremur framhleypin. Auðvitað var erfitt fyrst að koma með þau inn í framandi um- hverfi, finna skólapláss handa þeim og sjá til þess að þeim liði vel í samfélaginu, en þetta hefur allt blessast." Vonbrigði að eignast stúlkubörn Amal kom til Islands með börnin í janúar ár- ið 1995. Hún hafði verið gift frá árinu 1978 en gat ekki hugsað sér að búa lengur í ást- lausu hjónabandi við ráðriki eiginmannsins. Hún hafði áður reynt að fara að heiman, flutti árið 1982 til Islands, en hér á landi hefur bróðir hennar búið síðan 1966. "Ég gafst upp eftir þrjá mánuði. Ég gat ekki hugsað mér að dvelja lengur fjarri dætrum mínum, Falasteen og Fidu, sem þá voru þriggja og fjögurra ára. Svo ég sneri aftur til eigimanns míns og hélt áfram barneignum." I samfélaginu sem Amal ólst upp í þykir ótækt að hætta barneignum áður en hjónum hefur fæðst sonur. „Það telst ekki barnalán að eignast stúlku, það eru hreinræktuð von- brigði. Bróðir minn á til dæmis tíu dætur — hann var alltaf að bíða eftir því að sér fædd- ist sonur. Aðeins drengir eru foreldrum gleði- efni því þeir verða höfuð fjölskyldunnar," út- skýrir Amal og felur ekki hversu ósammála hún er þessu viðhorfi. „Sjálf eignaðist ég ekki son fyrr en í fjórðu tilraun. Þá þurfti hann að eignast bróður þannig að systkinin urðu fimm." Amal giftist Muhammad Abu Libdeh þeg- ar hún var sextán ára gömul. „Móðir mín lá banaleguna og vildi vita af mér í húsi karl- manns áður en hún dæi, svo giftingunni var flýtt," útskýrir hún. Amal fannst spennandi að ganga í hjónaband, að fá að klæða sig fallega og mála sig daglega — en slíkt leyfist aðeins giftum konum. Eftir brúðkaupið kom hins vegar í Ijós að hún naut engrar virðingar á nýja heimilinu. „Maðurinn minn sagðist við- urkenna rétt kvenna og virtist stoltur af mér þegar við vorum í hópi vina og kunningja. Hann stærði sig af því að ég væri dugleg í sjálfstæðisbaráttunni og Guði þóknanleg, en um leið og við komum heim aftur var ég ekki annað en gólftuska í hans augum. Mér varð Ijóst að hann hugsaði eins og fjölmargir aðr- ir palestínskir karlar; þeir ráða sjálfum sér og öðrum og til þess að réttlæta yfirganginn beita þeir fyrir sig trúarsetningum. Islamstrú kveður á um að karl megi eiga fjórar konur ef svo ber undir en ein eigin- kona sé þó besti kosturinn. Karlarnir slíta orð- in úr samhengi og margir þeirra stunda fjöl- kvæni, sér í lagi í smærri þorpum," útskýrir Amal. „I Kóraninum stendur einnig að karl- maðurinn eigi að sjá um konuna, en þau orð eru jafnan túlkuð rangt. Bókstafleg þýðing er „að hugsa um hana" en þeir lesa úr því „að stjórna henni". Þessum mistúlkunum er ekki hægt að andmæla því þá er vitnað í trúarrit- ið og sagt: „Þetta eru orð Guðs, ert þú andsnúin Guði?" Svo maður þegir þunnu hljóði." Undirgefnin gengur í erfðir Amal þurfti oft að taka á honum stóra sínum í hnappheldunni þar sem hún var „þræll í eigin húsi" eins og hún orðar það sjálf. "Ég varð að spyrja manninn minn leyfis fyrir öllu sem ég gerði. Ef mig langaði t.d. á fund varð ég fyrst að gefa börnunum fimm að borða, hjálpa þeim að læra og Guð má vita hvað fleira. Ef ég var búin tímanlega, þá kannski fékk ég að fara. Kannski." Og ofbeldið var ekki einungis andlegt heldur einnig líkamlegt, að sögn Amal. „Ég var oftsinnis barin og hann lagði jafnvel hendur á börnin ef þau reyndu að ganga á milli," rifjar hún upp með eftirtektarverðri rósemi. „Þegar maður býr við slíkt ofríki er ekki um annað að ræða en kinka kolli, lofa að maður verði ekki aftur óþægur, segja já við öllu ... en það kemur að því að maður spring- ur á limminu," segir hún. Sjálf sprakk hún eftir sautján ára hjóna- band. „Ég hafði trúað á jafnrétti alveg frá því að systir mín gaf mér bækur um réttindi kvenna og ég gerðist kommúnisti að hennar fordæmi. Ég reyndi að standa á rétti mínum en það kostaði mikla orku. Ég braust til mennta í óþökk eiginmannsins, tókst að Ijúka viðskiptaprófi árið 1985 eftir að bróðir minn hafði kostað skólagönguna. Ég tók bílpróf og var fyrir vikið úthýst af heimili mínu í þrjár vikur. Ég reifst við Muhammad í mánuð áður en ég fékk að senda dætur mínar í kara- tetíma, og svona mætti áfram telja," segir hún og hristir höfuðið. Það var að hennar mati nauðsynlegt að sýna baráttuviljann í verki, en til þess hafa fá- ar palestínskar konur þor. „Það er áhætta að vera kyndilberi á þessu sviði. Samfélagið lítur Efst standa Majd (13 ára) og Wala (14 ára). Við hlið þeirra er Heiðar Már Brynjólfsson sambýlis- maður Amal. í miðröð- inni sitja Fida (20 ára) og Amal sjálf og fremst eru Ahd (9ára) og Bissan Inga, tveggja ára dóttir Heiðars og Amal. Elsta dóttirin Falasteen var fjarverandi. L 21

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.