19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 23

19. júní - 19.06.1998, Page 23
Jöfn en ekki eins ';*S8?ÍÉ1 K'. Margrét Pála er frumkvöðull kynskiptra leikskóla á íslandi og þó víðar væri leitað. Margrét Pála Ólafsdóttir, leik- skólastjóri á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði, er í launalausu leyfi um þessar mundir og er að vinna við lokaverkefni sitt til M.ed,- gráðu frá Kennaraháskólanum. Margrét Pála vakti á sínum tíma athygli fyrir að reka kynjaskiptar deildir á leikskólanum Hjalla. 19. júní hafði samband við Mar- gréti Pálu og spurði hana fyrst að því hvar hún byggi og í hverju vinnan við lokaverkefnið fælist. „Um þessar mundir er ég búsett í Englandi, nánar tiltekið í Leicester sem er lítil borg um 150 km fyrir norðan London. Lítil — reyndar á enskan mælikvarða, þar sem hér búa að- eins um 300 þúsund manns, eða fleiri en á öllu Fróni! Hér er gott að vera, borgin hæfi- lega stór fyrir sveitakonu eins og mig en býður þó upp á allt sem stórborgir gera og svo er sveitin með hinum ávölu Englands- hæðum við bæjardyrnar og lestin gengur tíðar en reykvískur strætó til London. Svo er Leicester undur litrík borg þar sem fjórð- ungur íbúa er af öðru bergi brotinn en hinu engilsaxneska og hér tifa ungir Indverjar í hefðbundnum mussum við Nike-skóna sína og ungu múslimastúlkurnar bregða sér í gallajakka utan yfir svarta serkinn. Ég sit þó mest við tölvuna þar sem ég er að vinna að lokaverkefninu mínu til M.ed,- gráðu frá Kennaraháskólanum. Það hljómar ef til vill undarlega að fara alla leið til Eng- lands til að Ijúka námi frá Kennó en nú er allt hægt með tölvupósti og netaðgangi. Það er þó rökrétt að vera hér að því leyti að lokaverkefnið mitt snýst um árangur kynja- skiptingar og þar búa Bretar að gamalli hefð sem er mjög áhugaverð fyrir mig og mitt starf þótt ekki séu kynjaskiptir bekkir með svo ung börn eins og leikskólabörnin mín! En að Bretlandi slepptu get ég í stuttu máli sagt að ég er að vinna úr rannsókn minni á afdrifum þeirra barna sem hafa ver- ið í kynjaskiptu leikskólastarfi á Hjalla en eru nú komin í grunnskóla. Ég skoða einnig samanburðarhóp, þannig að í heildina eru þetta nær 250 hafnfirsk skólabörn sem ég hef safnað gögnum um og þó að upphaf- lega hafi ætlunin verið að bera saman fyrr- um Hjallabörn og önnur börn freistaðist ég til að seilast eftir fleiri upplýsingum. Þar af leiðandi munu mikilvægustu niðurstöðurnar að mínu mati lúta að líðan og samskiptum hafnfirskra barna og viðhorfum þeirra gagn- vart kynjunum." Hvers vegna fórstu til útlanda til að Ijúka þessu verkefni? „Námsleyfið mitt var búið og ég komst ekk- ert áfram með úrvinnslu rannsóknarinnar vegna anna, bæði í launavinnu og eins í fé- lagsmálum. Því sótti ég um rannsóknarleyfi til Hafnarfjarðarbæjar og um áramótin kom jáyrði, mér til mikillar ánægju. Því pakkaði ég gögnunum og fór hingað út til að fá vinnufrið og eins og ég sagði áðan er spennandi að skoða kynjaskiptingu og við- horf til kynjanna í breska kerfinu sem bygg- ir svo sannarlega á gamalli hefð - hvort sem það er nú til góðs eða ills. Aðstoð Hafnar- fjarðarbæjar hefur verið stórkostleg en fleiri hafa stutt við bakið á mér í þessari viða- miklu rannsókn, s.s. Mál og menning sem að- stoðaði mig við að launa öllum þeim spyrl- um og kennurum sem tóku þátt og lögðu á sig mikla vinnu í tengslum við rannsóknina." Veistu um einhverjar rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á afdrifum barna úr kynja- skiptum leikskólum? „Nú verð ég að svara með einföldu „nei-i". Sannast sagna hef ég ekki enn fundið leik- skóla sem nota kynjaskiptingu sem meginað- ferð í uppeldisstarfinu, hvað þá að þeim hafi verið fylgt eftir eins og ég er að reyna að gera. Þess vegna er ég að skoða allt sem ég kemst yfir af kynjatengdum málefnum og það sem rekur á fjörur mínar af tilraunum með kynjaskiptingu á nýju nótunum, þ.e. þar sem ekki er bara verið að skipta kynjun- um til að skipta og auðvelda nemendastjórn- un, sem þó er vissulega mikilvægt, heldur er einnig verið að andæfa markvisst kynjafor- dómum (sexismanum). Sú hugmyndafræði nýju skiptingarinnar er að styrkja bæði kyn á eigin forsendum og viðurkenna ólíkar þarfir og ólíka getu, þjálfa nýja og óhefðbundna færni beggja kynja og vinna að jákvæðum viðhorfum og samskiptum stúlkna og drengja til að þau geti mæst á jafninga- grundvelli, eða eins og skandinavíski frasinn hljómar: Jöfn en ekki eins!" Hvenær má búast við niðurstöðum - eða hvenær lýkur þú verkefninu? „Ég vonast til að Ijúka verkefninu einhvern tíma á haustmánuðum en fullyrði ekkert þar sem ég er að njóta þess munaðar að geta lesið í friði og að æfa mig í því stórkostlega ástandi að vera ekki að flýta mér! Svo er ég líka að skemmta mér við annað verkefni sem hófst fyrir nær ári en það er þróun for- rita fyrir leikskóla, nokkuð sem ég og sam- starfsmaður minn, Matthías Matthíasson, kerfisstjóri hjá fslenska menntanetinu, köll- um í gamni „legókubbaforrit" þar sem við þróuðum sjálfstætt rekstrarforrit sem allir leikskólar geta notað og erum svo að vinna að viðbótum sem hægt er að raða við eins og fagefni fyrir þá leikskóla sem vinna eftir Hjallastefnunni. Þetta verkefni ásamt rann- sókninni er í reynd samantekt á öllum þeim málum sem hafa átt hug minn allan sl. 10 ár á Hjalla, eða starfræksla leikskóla í fag- og rekstrarlegu tilliti, og það er dásamlegt að hnýta slaufurnar." Hvað eru þau börn gömul sem þú gerðir rannsókn á, þ.e. eru þetta fyrstu börnin sem byrjuðu í kynjaskiptum leikskóla hjá þér? „Já og nei. Annars vegar eru þetta fyrstu börnin mín sem náðu tveimur heilum árum á Hjalla en þau eru 12 ára. Svo er ég líka með yngri rannsóknarhóp, þ.e. 6 og 7 ára göm- ul og þannig næ ég enn meiri vidd í rann- sóknina og þar af leiðandi enn meiri upplýs- ingum. “ Hrafnhildur Halldórsdóttir 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.