19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 32

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 32
Eitt af því sem komið hefur upp í karlaumræðunni er hvernig efla megi umræðu um umönnunarhlutverk karl- manna í íslensku samfélagi. Mynd- in af hinum kærleiksríka föður, sem rekja má til stærsta þáttarins í guðsmynd kristninnar, virðist á undanhaldi. Samt virðast flestir sammála um nauðsyn þess að efla þennan þátt karlmennskunnar samfélagslega, öllum til heilla, því hvað hefst með því að dvelja eingöngu í hörkunni? Bragi Skúla- son sjúkrahúsprestur leitaði inn í heilbrigðiskerfið og staldraði fyrst við lokaritgerð Dags Benedikts- sonar, hjúkrunarfræðings, frá Há- skóla íslands í maí 1994, en hún nefnist: "Karlmenn í hjúkrun á Is- landi: Könnun á högum þeirra og viðhorfum til starfans". Dagur leitaði til þeirra 25 karlmanna sem þá voru meðlimir í Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga, 20 svöruðu könnuninni, eða Aldrei mætt fordómum frá sjúklingum Nokkuð fróðari leitaði Bragi til karlmanns í umönnunarstarfi, Jó- hanns Marinóssonar hjúkrunar- fræðings, sem verður að eigin sögn 30 ára hjúkrunarfræðingur í október n.k. Bragi: Hvað olli því, að þú kaust að verða hjúkrunarfræðingur? Jóhann: Ég get ekki svarað með neinni einni ástæðu. Við vorum spurð að þessu í gamla Hjúkrunarskólanum, kannski til að athuga hvort þetta væri köllun. Ég hafði fyrst og fremst löngun til að vinna þetta starf. Bragi: Mættirðu andstöðu eða samþykki þinna nánustu? Jóhann: Ég þurfti að brjóta talsverðan ís í fjölskyldunni. Sumum fannst þetta mjög skrýtið. Bragi: Hvernig sóttist þér námið? Var þetta góður tími? Jóhann: Ég átti mjög góð þrjú ár og þrjá mánuði í náminu með 29 holl(bekkjar)-systr- um. Þær tóku mér mjög vel og vináttan hef- ur haldist alla tíð. Bragi: Mættirðu fordómum? Ef svo, þá úr hvaða átt? Jóhann: Frá fullorðnum hjúkrunarfræðingum fyrst og fremst en aldrei frá sjúklingum. Bragi: Að hvaða leyti er það að vera hjúkr- unarfræðingur karlastarf? Jóhann: Þetta starf er algerlega óháð kynj- um, hlutlaust. Við karlar vinnum að vísu stundum dálítið öðruvísi og viðhorfin eru eitthvað mismunandi. Ég upplifi vinnuna öðruvísi en konurvegna kynferðisins, en það er bara eðlilegt. Bragi: Attirðu þér fyrirmynd sem var karl- kyns hjúkrunarfræðingur? Jóhann: Ég var fjórði hjúkrunarneminn sem var karlmaður. Ég þekkti ekki hina, sem voru 10 árum fyrr í námi, svo svarið er nei, ég átti ekki slíka fyrirmynd. Við karlar í hjúkrun höf- um ekkert sérstakt samband okkar á milli en getum þekkst fyrir tilviljun. Ég tel líka að það væri ekki gott að aðgreina okkur sem hóp út frá kyninu. Bragi: Hvernig er starfsandinn á meðal hjúkrunarfræðinga? Jóhann: Upp og niður. Stöðugt er verið að berjast fyrir bættum kjörum og það skygg- 80% hlutfall. Könnun Dags 1994 leiddi í Ijós að: 1) Það var einkum breiður starfsvettvang- ur og fjölbreytileiki starfsins sem réði mestu um starfsval karlanna. Þar á eftir kom áhugi þeirra á að vinna með fólki, áhugi á hjúkrun og á að hjálpa öðrum sem og hinum nánu mannlegu samskiptum sem fylgja starfinu. Þetta eru svipaðir þættir og ráða vali kvenna. 2) Tæpur þriðjungur karlanna starfar ekki við hjúkrun í dag vegna lágra launa hjúkrun- arfræðinga. 3) Flestir þeirra vinna við geðhjúkrun, slysahjúkrun og svæfingahjúkrun, sem eru önnur svið en flestar konur starfa á. 4) Ekki er munur á starfsánægju kynjanna í hjúkrun, karlmenn eru þó ánægðari með hrós og viðurkenningu í starfi. Ekki reyndist mögulegt að bera saman hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum. í ritgerðinni kemur fram að hlutfa/l karl- manna af útskrifuðum hjúkrunarfræðingum á íslandi sé 1,2 %. Til samanburðar má geta þess að ! Bretlandi er hlutfallið 10%, í Sví- þjóð 6-7 %, í Noregi 6-7%, í Bandaríkjunum 5-6% og í Danmörku 3-4%. ir á vinnuna, sem er mikill skaði því þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf. Grunnlaunin eru fyrst og fremst of lág. Og þessi stöðuga, neikvæða umræða um léleg kjör fælir ungt fólk frá. Ég vil líka nefna að námið hefur breyst mikið, sérstaklega eftir að það færðist í Háskóla (slands. Áður var verklega námið meira í Hjúkrunarskólanum. Núna er bóklegi hlutinn meiri í hinu form- lega námi og reynslan kemur meira eftir að fólk er komið út í starf og finnur hvar það á best heima. Færnin er afar mikil hjá unga fólkinu. Jafnvel meiri en nokkru sinni. Bragi: Ertu fjölskyldumaður? Jóhann: Já, ég er kvæntur og fimm barna faðir (þrír synir og tvær dætur). Bragi: Hefur eitthvert barna þinna valið sér starfsvettvang í heilbrigðiskerfinu? Jóhann: Dóttir mín er sjóntækjafræðingur, en að öðru leyti hafa þau ekki áhuga á að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Bragi: Hver er framtíðarsýn þín fyrir hönd hjúkrunarfræðinga? Jóhann: Starfið er að breytast. Hjúkrunar- fræðingar eru alltaf að verða betur og bet- ur menntaðir og um leið er að skapast meiri fjarlægð á milli hjúkrunarfræðinga og sjúk- linga. Þarna geta verið hættumerki. En starfsmöguleikar fyrir hjúkrunarfræðinga eru óvenju miklir. Bragi: Hvert er brýnasta jafnréttismálið fyrir hönd hjúkrunarfræðinga, séð frá þínum sjónarhóli? Jóhann: Ég veit það ekki. Við höfum sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu menntun. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.