19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 41

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 41
„Min hustru og hovedmed- arbejder" Örlög Bjargar réðust á margan hátt árið 1903 þegar hún giftist landa sínum Sigfúsi Blöndal. Sínum bestu starfsárum fórnaði Björg í vinnu við hina miklu orðabók Blön- dals, til þess eins að vera minnst í bókinni sem „min hustru og hovedmedarbejder",2) meðan Sigfús var einn titlaður ritstjóri. Sig- fús og Björg skildu stuttu eftir að orðabókin kom út enda stóð hugur Bjargar til frekara náms en Sigfús vildi hins vegar hafa konu sína inni á heimilinu. I mörgum heimildum er þess þó getið að þau Sigfús hafi ætíð haldið sambandi og verið góðir vinir þótt skoðanir þeirra væru ólíkar. ( bréfi sem Björg skrifar frænda sínum Sigurði Nordal árið 1925 segir hún: „Ég hef verið að pakka bækur mínar í kassa og láta flytja þær úr íbúðinni, item að ganga í búðir með mínum fyrrverandi bónda og hjálpa honum að kaupa sjer föt fyrir brúðkaupið."3) Hér er Björg að vísa til brúðkaups Sigfúsar og síðari konu hans en þau giftust skömmu eftir skiln- að þeirra Bjargar. „Bágt er að ganga á betliskóm, búin andans snilli" Fimm árum fyrir formlegan skilnað þeirra Sigfúsar, árið 1920, hóf Björg nám sitt að nýju. Hún fékk styrk úr sjóði Hannesar Árna- sonar til að nema heimspeki og settist á skólabekk, fyrst í háskólanum í Kaupmanna- höfn en síðan í Þýskalandi og Sviss. Dokt- orspróf tók hún svo eins og áður segir fyrst íslenskra kvenna frá Sorbonne-háskóla í Par- ís árið 1926. Doktorsverkefni hennar er á sviði lífeðlisfræðinnar og sá hluti sem Björg valdi til varnar verkefni sínu fjallar um líf- eðlisfræðilegan grundvöll eðlishvatanna. Út- dráttur úr ritgerðinni birtist í Skírni árið 1928 undir heitinu „Samþróun líkama og sálar". Eftir doktorsprófið bjó Björg í París og Kaupmannahöfn og stundaði ritstörf og kennslu. Öðru hverju kom hún þó heim og dvaldist þá oft hjá bróður sínum Jóni Þor- lákssyni. í þessum heimsóknum til (slands var hún iðulega hrókur alls fagnaðar á sam- komum og ræddi við menntamenn borgar- innar um hin aðskiljanlegustu málefni og var alls staðar vel að sér. En Björg gekk ekki heil til skógar auk þess sem hún virðist hafa búið við fremur kröpp kjör. "Bágt er að ganga á betliskóm, búin andans snilli"4) segir Björg í einu Ijóði sínu og lýsir þar ef til vill sínum eig- in kjörum á þessum tíma þegar hugurinn stóð til vísindanna en aðstöðuleysið var al- gert. Björg veiktist af brjóstakrabbameini og er sagt að eftir það hafi andlegri heilsu hennar farið mjög hrakandi. Árið 1930 sótti Jón bróðir hennar, sem þá var alþingismaður, hana á hæli í París, þar sem hún var vistuð vegna andlegs ástands síns. ( bók Hannesar H. Gissurarsonar um Jón Þorláksson er sagt frá því að Jón bróðir hennar hafi haft áhyggj- ur af systur sinni og talið hana þjást af of- sóknaræði. Jón vildi koma systur sinni til (s- lands en þegar til kom vildi Björg ekki koma heim og varð eftir í Kaupmannahöfn þar sem hún hélt áfram rit- og fræðistörfum sínum. Það virðist nokkuð mikið gert úr andlegu ástandi Bjargar á þessum tíma og vafamál að hún hafi átt heima á hæli vegna þeirra veik- leika. Hún virðist hafa verið fullfær um að bjarga sér sjálf og ekki veikari en svo að hún kom til (slands til að halda erindi á 25 ára af- mæli Kvenréttindafélags (slands árið 1932. Þrátt fyrir veikindi sín hélt Björg áfram rit- og fræðistörfum. Krabbameinið breiddist hins vegar út og lést Björg af þess völdum sextug að aldri 25. febrúar 1934. „Fánaberi íslenskra kvenna" Saga Bjargar er örlagasaga konu sem neitaði að feta hina hefðbundnu leið kvenna um aldamótin en hlýddi þess í stað þeirri köllun sinni að helga líf sitt vísindum. „Fánaberi ís- lenskra kvenna"5) er hún nefnd í Morgun- blaðsgrein sem fjallar um útför hennar. Að öðrum konum ólöstuðum getum við tekið undir þau orð og víst er að sem menntakona var hún merkur brautryðjandi í íslensku sam- félagi. Aðeins fjórum árum áður en Björg Þorláks- dóttir fæddist, árið 1870, er sú hugmynd í fýrsta skipti reifuð opinberlega að nauðsyn sé að stofna hér á landi kvennaskóla og huga betur að menntun kvenna en áður hafði ver- ið gert. Lítið varð reyndar um framkvæmdir í þá átt fyrr en 1877 og síðan 1879 þegar kvennaskólarnir að Ási og Undirfelli voru stofnaðir. Björg má því ef til vill kallast lánsöm að hafa átt þess kost að sækja nám í kvennaskóla sem hún og gerði. Hins vegar má segja að aðrar leiðir til menntunar hafi verið konum hér á landi nánast lokaðar fram til ársins 1904 þegar þær fengu aðgang að Lærða skólanum sem um leið breytti um nafn og kallaðist eftir það Menntaskólinn í Reykjavík. Árið 1886 hafði reyndar verið samþykkt konungleg tilskipun þess efnis að konum væri heimilt að gangast undir próf í Lærða skólanum, Prestaskólanum og Lækna- skólanum. Þærfengu hins vegar ekki að sitja í skólanum, fengu ekki námsstyrki og ekki rétt til embætta að loknu prófi! Þannig að þegar Björg heldur utan árið 1897 til mennta þá brýtur hún blað í mennt- unarsögu kvenna hér á landi. Þó segja megi að sú leið að taka stúdentspróf í útlöndum hafi í orði verið konum fær þá vitna flestar heimildir um að hún var ekki talin við hæfi kvenna. Þeirra menntun átti að miða að því einu að þær gætu með sóma staðið fyrir heimili, alið upp börn og verið eiginmannin- um stoð og stytta í starfi. ( stuttu máli miðaði menntun kvenna ekki að þeirra eigin þroska, heldur var öll í þágu annarra: barna og eig- inmanna. Það er raunar stórfurðulegt að svo merkur brautryðjandi sem Björg Þorláksdóttir óneit- anlega var skuli nánast vera þurrkaður út og gleymdur í sögu þjóðarinnar. Fullvíst má telja að nafni karlmanns með viðlíka feril og Björg státar af hefði verið haldið hátt á lofti. Einnig má leiða að því líkum að karlmanni með hæfileika Bjargar hefðu boðist mun betri möguleikar til að nýta sínar námsgáfur og starfsþrek en henni buðust á sinni ævi. Það voru örlög hennar, eins og svo margra kvenna á hennar tíð, að fá ekki tækifæri til að nýta til fullnustu hæfileika sína og námsgetu. Baráttukonan Björg Björg bar réttindi kynsystra sinna fyrir brjósti og skrifaði greinar um kvenréttindamál. Meðal annars skrifaði hún grein sem birt var í Skírni 1907 um réttindi eða öllu heldur rétt- indaleysi það er einstæðar mæður bjuggu við á þeim tíma. ( greininni, sem kallast „Barnsmæður", deilir Björg hart á það að feður skuli ekki þurfa að bera ábyrgð á börn- um sínum og á þá við börn sem fæðast utan hjónabands. Konur sem fæddu börn sín við þær aðstæður voru dæmdar af samfélaginu en feðurnir voru sýknaðir af almenningsálit- inu. Björg hvetur til þess í greininni að feður verði gerðir ábyrgir fyrir börnum sínum og deilir á þá löggjöf sem í gildi var á þessum tíma og var að mörgu leyti ófullnægjandi. Það er ekki að ástæðulausu sem Björg tekur þetta málefni fyrir. Hér á landi fæddust fleiri óskilgetin börn en í nokkru öðru landi sem hagskýrslur vitna um. Þó svo að lagaákvæði hafi mælt svo fyrir um að faðir skyldi greiða meðlag með barni sínu þá virtust ýmsar leið- ir færar fyrirföðurinn í því skyni að komast hjá þessu. Eitt ákvæðið (úr lögum frá 1900) sem Björg gagnrýnir harðlega hljóðar svo: „Sannist það að barnsfaðir hafi verið dáinn eða farinn af landi brott þegar meðlagið var fallið í gjalddaga þá skal styrkurinn talinn sveita- styrkur veittur móðurinni."6) Og Björg furðar sig skiljanlega á því hvernig það getur talist sambærilegt annars vegar að deyja og hins vegar að fara af landi brott. Björg talar líka í greininni um þau bönd sem ávallt binda börn og foreldra og telur mikilvægt að þau séu ekki slitin. ( kjölfar greinar Bjargar tók Kvenréttindafélag (slands málið upp á sína arma og tók að beita sér í því skyni að feður tækju meiri ábyrgð á börnum sínum. Þýðing Bjargar á ritinu Hjónaástir eftir Marie Stopie er einnig mikilvægur skerfur til kvenréttindamála á (slandi. Bókin kom fyrst út í Englandi 1918 en þýðing Bjargar leit dagsins Ijós tíu árum seinna. I bókinni erfjall- að um takmarkanir barneigna og getnaðar- varnir og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert opinberlega á Islandi. Bókin kom róti á hugi fólks og í kjölfar hennar voru m.a. sett lög um fóstureyðingar sem einnig fólu í sér það ákvæði að læknum væri skylt að fræða konur um getnaðarvarnir. Það sem kannski er enn framúrstefnulegra og vakti raunar hneykslun mikla í heimalandi höfundar er sú skoðun sem fram kemur í bókinni að getnaðarvarnir 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.