19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 43

19. júní - 19.06.1998, Page 43
Þau vinna Að eiga góða fjölskyldu og heil- brigð, vel menntuð börn sem standa sig vel í lífi og starfi er mik- ið lán. Gunnhildur Hrólfsdóttir rit- höfundur gleðst yfir möguleikum barna sinna sem eru á flestan hátt betri en þeir möguleikar sem hún hafði á þeirra aldri. Þau eru mennt- uð og hafa svigrúm til að velja sér vinnu sem hentar menntun þeirra og getu. Heimilin fallega búin flestum þægindum, börnin þeirra eru yndisleg og á hlaðinu standa nýlegir bílar. En eitthvað er að. Oftar en ekki er viðvera þeirra á vinnustað sex og jafnvel sjö daga vikunnar. svo Vissulega hafa landfræðilegar aðstæð- ur mótað vinnusemi landans. Forfeð- ur okkar þurftu að búa yfir verulegri þrautseigju til að komast af og lífseigar eru sögur af kynslóðum veiðimannasamfélagsins þar sem lotuvinna réð afkomunni við ótrúleg- ar aðstæður og lífsbaráttan var hörð og vægðarlaus. Meðalaldur þjóðarinnar var miklu lægri en hann er í dag og flestir útslitn- ir og hnýttir af gigt á miðjum aldri. Gegnum aldirnar voru Islendingar ánauð- arbundnir bóndabænum með vistarbandi og banni við öreigagiftingum. Fólk gat að vísu keypt sig laust úr vistarbandi með lausa- mennskubréfi en fæstir höfðu þau auraráðin. Heimilin voru stofnarnir sem þjóðfélagið hvíldi á. Þar fór fram vinna, uppeldi og fræðsla og þar lifði fólk og dó. Kynslóðir unnu saman og hver hafði sitt hlutverk. Fé- lagslíf var fábrotið en fólk söng ættjarðarlög, blótaði þorra og fagnaði vori. Þá var lagður grunnur að velmegun sem þykir svo sjálfsögð í dag. Vinnan og trúin Ef Biblían er lesin sést að hún boðar ekki vinnusemi nema rétt til að hafa i sig og á. í fjallræðunni segir Jesús frá fuglunum sem hvorki sá né uppskera heldur er gefið að borða af Guði. í Gamla testamentinu refsar Guð Adam með því að láta hann fara að vinna. Á miðöldum voru trúaðir heldur neikvæð- ir gagnvart vinnu. Andleg iðja var talin hinni líkamlegu æðri og litið var með eftirvænt- ingu til himnaríkisdvalar þar sem vinnu var ekki lengur þörf. Þegar Marteinn Lúter kom fram á sjónarsviðið setti hann fram nýjar túlkanir á ritningunni. Köllunin fólst ekki lengur í því að iðka meinlætalíf í klaustrum heldur í því að rækja starf sitt í hinum verald- lega heimi með áherslu á að vinnan göfgar manninn og rækta skal náungakærleikann. Kalvín útfærði kenningar Lúters og vinnuaf- köst urðu mikilvæg fyrir sáluhjálpina. Allt sem ekki var beinlínis nytsamlegt og arð- vænlegt var fordæmt. Islenska þjóðfélagið tileinkaði sér þessar kenningar, trúmennska hjúa við húsbændur tengdist guðsótta og prestar áminntu heim- ilisfólk í húsvitjunum. Skyldi það ástunda vinnusemi og forðast reiði Guðs með því að halda sig frá skaðlegum spilum og leikjum, hvaða nafni sem heita kunnu. Öfgakennd vinnudýrkun og aukin neysla Hefðir þessar eru ótrúlega ríkar í þjóðfélagi okkar enn í dag þótt ekki séu þær tengdar guðsóttanum og íslenska þjóðin er svo vinnusöm að leitun er á öðru eins. Dugnað- ur er kostur sem metinn er ofar öðru og í uppeldi barna er lögð áhersla á að kenna mikilvægi vinnu. Dyggðum prýddur er sá 43

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.