19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 48

19. júní - 19.06.1998, Side 48
Tóbaksframleiðendur hafa löngum reynt að sýna fram á tengsl slökunar og reykinga. Hver kannast t.d. ekki við að sjá leikara í kvikmynd kveikja í sígarettu á örlaga- stundu og stynja af vellíðan. Margar myndir sýna Cretu Carbo með sígarrettu. kvenna að mestu leyti verið bundið heimilinu og uppeldi barna (reykingar voru þó nokkuð algengar meðal útivinnandi kvenna fram að þeim tíma) en á stríðsárunum þurftu margar konur að sinna störfum jafnt innan sem utan heimilisins meðan eiginmaðurinn sinnti her- skyldu á fjarlægum slóðum. Á þessum árum fór fram gríðarleg markaðssetning meðal tó- baksframleiðenda sem sérstaklega beindist að konum, markaðssetning sem enn sér ekki fyrir endann á. Tóbaksframleiðendur litu á konur sem sérstakan markhóp á þessum ár- um; óplægðan akur tóbaksjurtarinnar. Tó- baksiðnaðinum tókst með auglýsingaherferð- um að gera sígarettuna að tákni frelsis og skiluðu verulegum árangri á Vesturlöndum og nú er svo komið að konur víða í heimin- um eru í meirihluta þegar hlutfall kynjanna, meðal reykingamanna, er skoðað. Mikil breyting varð á reykingum kvenna á (slandi á hernámsárunum og í dag reykja nokkru fleiri konur en karlar á (slandi samkvæmt ár- legri könnun sem Hagvangur vinnur fyrir Tó- baksvarnanefnd. Tóbaksframleíðendur hafa nú tekið þess- ar „kvennaauglýsingar" upp úr farteskinu á nýjan leik og að þessu sinni beina þeir sjón- um sínum að konum í Austurlöndum og þró- unarlöndunum en þar eru konur sem reykja sárafáar og frelsi kvenna takmarkað. Grönn og létt „Grönn og létt" er slagorð sem tóbaksfram- leiðendur grípa gjarnan til þegar fanga skal konur og þá sér í lagi ungar konur. Konur öðlast ekki „bara" sjálfstæði í gegnum reyk- ingar heldur verða þær einnig grannar og flottar! ( því skyni hafa verið settar á markað- inn „kvenlegar" og „grannar" sígarettur. Sí- garetturnar eru þá langar og mjóar (sbr. há og grönn) og eru jafnvel til í mismunandi lit- um þannig að konur geti örugglega fundið sígarettu í „stíl" við klæðnaðinn. frægar konurtil að prýða forsíður vindlatíma- rita, stjörnur á borð við Demi Moore og Claudiu Schiffer. Kvikmyndir Þar sem banni við beinum sem óbeinum tó- baksauglýsingum hefur víða verið komið á hafa framleiðendur tóbaks séð sér leik á borði og styrkt framleiðslu kvikmynda með fjárframlögum. Um 1960-1970 var reykt á fimmtán til tuttugu mínútna fresti í kvikmynd- um en í dag er reykt á þriggja til fimm mín- útna fresti. Þessi þróun er í algjörri andstöðu við þróunina á Vesturlöndum þar sem fólk er í auknum mæli að draga úr tóbaksnotkun. Ágætt dæmi er kvikmyndin My Best Friend's Wedding þar sem Julia Roberts fer á kostum í hlutverki taugaveiklaðrar blaðakonu. Tó- baksframleiðendur hafa löngum reynt að sýna fram á tengsl slökunar og reykinga. Hver kannast t.d. ekki við að sjá leikara í kvik- mynd kveikja í sígarettu á örlagastundu og stynja af vellíðan. Þetta virðist hafa áhrif því ungar stúlkur í Bandaríkjunum sögðu til að mynda í nýlegri rannsókn að þær hefðu byrj- að að reykja til að minnka streitu og kvíða, nokkuð sem þær hafi m.a. lært af kvikmynd- um. En sígarettan er ekki slökunarefni nema fyrir þann sem er háður tóbaki og hefur myndað þol gegn eituráhrifum þess. Af þessum orðum má sjá að tóbaksfram- leiðendur svífast einskis þegar til stendur að afla nýrra viðskiptavina. Enda ertóbakið eina löglega varan á markaðnum sem er lífshættu- leg þegar hún er notuð eins og til er ætlast. Stelpur! Látum ekki leika á okkur. Við verð- um hvorki grennri, sætari né gáfaðri þótt við reykjum. Tökum höndum saman þannig að koma megi í veg fyrir að ungar stúlkur falli í gryfju tóbaksframleiðenda — veljum FRELSI, reykleysi. Um 1960-1970 var reykt á fimmtán til tuttugu mínútna fresti í kvikmyndum en í dag er reykt á þriggja til fimm mínútna fresti. jafnréttis kvenna. í auglýsingum voru reykj- andi konur jafnan fágaðar, nánast hátíðlegar. Upp úr 1970 kom fram á sjónarsviðið þessi sjálfstæða sterka kona sem reykti og um 1980 er frelsi konunnar fullkomnað, ef svo má að orði komast, þar sem hver tóbaksaug- lýsingin á fætur annarri sýndi myndir af kon- um sem meira máttu sín í samfélagi kynj- anna; fágaðar og kynþokkafullar framakonur. Já, konur höfðu vissulega náð langt! Nú áttu þær „rétt á" „öllu", líka lungnakrabba- meini og lungnaþembu. Þessar auglýsingar Vindlar, konur og kynþokki Um þessar mundir eru tóbaksframleiðendur á fullri ferð við að auka sölu á vindlum. Enn á ný verða konur fyrir valinu sem sérstakur markhópur. Sama aðferðin er notuð og þeg- ar sígarettan var sérstaklega markaðssett með konur í huga. Við konur erum svo sjálf- stæðar í dag að við leyfum ekki körlunum að eiga vindlana einir. Vindlar eru í auglýsingum sérstaklega tengdir velgengni og kynþokka. Tóbaksframleiðendur keppast við að fá Heimildir: Gerard S. Petrone. M.D. 1996. Tobacco Advertis- ing, The Great Seduction. Atglen, PA 19310, Schif- fer Publishing Ltd. Tóbak, heimildasafn um tóbak. 1998. Reykjavík, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarna- nefnd. Vierola Hannu. 1997. Tobak och kvinnors halsa. Stockholm, Förlagshuset Gothia AB. 48

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.