19. júní


19. júní - 19.06.1998, Síða 54

19. júní - 19.06.1998, Síða 54
Frú Sigurlaug í hátíðarbúningi sínum. Hinn 19. júní verður hátíðleg athöfn að Glaumbæ í Skagafirði en þá verður afhentur hátíðarbúningur Sigurlaugar í Ási sem hún saumaði eftir forskrift Sigurðar Guðmunds- sonar málara á árunum 1864-65. Annar kvenbúningur eftir Sigurlaugu er varðveittur á Þjóðminjasafninu og eru þessir tveir bún- ingar þeir fyrstu sem saumaðir voru eftir for- skrift Sigurðar málara. Frú Sigurlaug Gunnarsdóttir var merkis- kona og lét málefni skagfirskra kvenna sig miklu varða. Sigurlaug bjó alla sína búskap- artíð að Ási í Hegranesi og lést þar árið 1905, 77 ára að aldri. Heimili hennar og Ólafs eiginmanns hennar þótti mikið menntasetur og áttu þau hjón drjúgan hlut í því að stuðla að framförum og nýjungum í landbúnaði og kynna þær fyrir sveitungum sínum. Sigurlaug var afar fær hannyrðakona og tók gjarna ungar stúlkur inn á heimilið og kenndi þeim ný handbrögð. Hún hafði for- göngu um stofnun kvenfélags, hins fyrsta á landinu, og var mikill hvatamaður að stofnun kvennaskóla og þau hjón raunar bæði. Sigurður Guðmundsson málari var frændi Ólafs eiginmanns Sigurlaugar og dvaldi Sig- urður um tíma hjá þeim hjónum í Ási. Sigurð- ur hafði mikinn áhuga á málefnum kvenna og ræddu þau Sigurlaug saman löngum stundum og var þeim einnig tíðrætt um ís- lenska kvenbúninginn. Þegar Sígurður fór síðar að vinna að hönnun hátíðarbúnings fyr- ir konur sendi hann Sigurlaugu teikningar og í hjáverkum sínum saumaði hún tvo búninga sem eru þeir fyrstu sem gerðir eru eftir for- skrift Sigurðar. Annan búninginn gaf hún frá sér og er hann nú varðveittur á Þjóðminja- safni Islands en hinn búninginn átti hún sjálf og lauk hún við hann árið 1865. Báðir bún- ingarnir þykja forkunnarfagrir enda varð strax vinsælt að fara eftir fyrirmynd Sigur- laugar. Hátíðarbúningur Sigurlaugar í Ási kominn aftur heim Búningurinn skyldi fylgja nafni Frú Sigurlaug lagði svo fyrir að búningur hennar yrði alltaf í fjölskyldunni og átti hann að fylgja nafni. Sú hefð hefur verið í heiðri höfð innan fjölskyldunnar og það er núver- andi eigandi búningsins, Sigurlaug Guð- mundsdóttir í Kópavogi, sem gefur Byggða- safni Skagfirðinga þennan merka hátíðar- * Sigurlaug Guðmundsdóttir i sama búningi búning langalangömmu sinnar til eignar og varðveislu. Um tildrög þessarar gjafar segir Sigurlaug að í sínum huga hafi ekki komið annað til greina en að búningurinn færi aft- ur heim. „Þetta er gripur sem mér var treyst fyrir en nútímaheimili henta ekki til varð- veislu á slíkum dýrgrip sem þessi búningur er." Sigurlaug segir langt síðan hún hug- leiddi að setja búninginn á safn og styrktist sú ákvörðun enn frekar þegar húsið í Ási var gefið Byggðasafni Skagafjarðar og flutt í Glaumbæ. Þau hjón Sigurlaug og Ólafur reistu húsið á árunum 1883-1886 og ætluðu þau að koma þar á fót kvennaskóla en af því varð þó ekki þar sem ákveðið var að kvenna- skóli skyldi verða á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu. Sigurlaug segir það sérstaka tilfinningu að vita af því að búningurinn verði framvegis geymdur í húsi því sem formóðir hennar, frú Sigurlaug, bjó í síðustu æviárin. Þrátt fyrir að sex ættliðir hafi átt þennan merka búning þá hafa einungis þrjár konur haft hann í sinni eigu því svo undarlega hef- ur viljað til að engin þeirra hefur eignast dóttur. Þannig átti frú Sigurlaug einungis syni sem komust á legg, einn þeirra eignaðist svo dóttur sem skírð var Sigurlaug. Sú Sigurlaug eignaðist bara syni og einn þeirra var Guð- mundur, faðir núverandi eiganda búningsins, og sú Sigurlaug eignaðist einungis syni! Sig- urlaugar framtíðarinnar geta hins vegar kom- ið á heimaslóðir formóður sinnar og virt fyrir sér fagurt handbragð hennar á ættargripnum sem mun verða til sýnis í fyrrum sparistofu þeirra Sigurlaugar og Ólafs í Ási. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Kosningasigur kvenna 1908 Kosningasigur kvenna árið 1908 var mikill enda fékk kvennalistinn sem þá bauð fram kjörna 4 fulltrúa, ein- um fleiri en sjálfur flokkslisti Heima- stjórnarmanna. Þessar konur voru Katrín Magnússon, kona Guðmund- ar Magnússonar læknaprófessors, Þórunn Jónassen landlæknisfrú, systir Hannesar Hafsteins, marg- nefnd Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, ekkja sr. Lárus- ar Jóhannessonar, bróður Jóhannes- ar sýslumanns og alþingismanns." Þó ekki séu ýkja mörg ár síðan þessi nöfn hinna nýkjörnu kvenbæj- arfulltrúa voru fest þarna á blað er það samt með mjög hefðbundnum hætti að því leyti að konurnar eru kenndar við karlmennina í lífi þeirra, eiginmann, bróður og jafnvel mág. Eitt af fyrstu verkum kvenfulltrú- anna var að heimila konum eins og körlum aðgang að sundlaugunum og að þangað yrði ráðinn kvensund- kennari. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, útvarpserindi Bjargar Einarsdóttur. s.158, 171. 54

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.