19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 55

19. júní - 19.06.1998, Page 55
Þjóðleg um Nú líður að aldamótum, eftir- væntingin eykst, spenna og kvíði f bland, enda veit f raun og veru enginn hvers ber að vænta af við- líka tímamótum. Engu að síður vilja víst flestir vera búnir sínu fegursta skarti og sýnist vafalaust sitt hverjum um í hverju er viðeig- andi að heilsa nýrri öld. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef þjóð- búningur kvenna verður fyrir val- inu að því er fram kemur hjá Ás- laugu Skúladóttur, enda er hann til í mörgum myndum og lýtur lögmálum og reglum sem hvorki er hægt að sveigja mikið né beygja. Það er að minnsta kosti nokkuð Ijóst að hann er ekki hægt að grípa í næstu tískuvöruverslun í hvaða stærð sem er. Heimilisiðnaðarfélagið hefur staðið fyrir námskeiðum í búningagerð og hafa þau ver- ið vel sótt. Konur um land allt keppast við að sníða og sauma og fylgir mikil handa- vinna öllum smáatriðunum. Ekki má gleyma skartinu sem prýðir búningana og er afar mikilvægt, t.d. belti, myllur, útsaumur úr gull- eða silfurþráðum og hólkur á skotthúfuna fyrir skúfinn. Þeirri er skartar búningnum þykir ekki verra að hafa saumað hann sjálf og gersemarnar eiga sér oft langa sögu aftur í ættir. Það fer vitanlega eftir því hvaða búningur verður fyrir valinu hvað til þarf en undanfarið hefur upphluturinn verið vinsælastur. Hann er einn af nokkrum þjóðbúningum íslenskra kvenna. Aðrir búningar eru t.a.m. faldbún- ingur, skautbúningur, kyrtilbúningur og peysuföt. Faldbúningur Faldbúningur er sjaldséður búningur nú til dags, hann þekktist helst á höfuðbúnaðinum sem nefndur er krókfaldur eða faldur. Vafn- ingur er um höfuðið og upp úr honum fald- urinn sem líkist þunnum spaða sem stendur aldamótin hátt ofan á höfði konunnar og bognar fram þar sem hann er breiðastur. Klæðin voru þröng, hneppt peysa með miklum, fínum út- saumi framan á og hálskragi sem ýmist var laus eða saumaður fastur við peysuna. Belti í mittið, silfurslegið stokkabelti með pörum og fíniríi. Sítt og mikið pils, gjarnan saumað út neðan við faldinn og útsaumurinn gerður úr silfri eins og beltið. Skautbúningur Faldbúningurinn var nær einungis notaður við mjög hátíðleg tækifæri og um miðja 19. öldina kom til annar búningur, sem Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) hannaði, og steypti faldbúningnum af stóli. Sá er nefndur skautbúningur og þótti heldur með- færilegri en hinn fagri faldbúningur og ekki síst vegna hins nýja höfuðbúnaðar. [ dag virðist faldbúningurinn vera að ná athygli og eitthvað hefur verið um það að konur sækist eftir því að útbúa hann til notkunar. Skautbúningur er mikill viðhafnarbúningur og var ekki á færi nema ríkari og fínni kvenna fyrr á öldinni. Hann var gjarnan notaður við kirkjulegar athafnir eins og giftingar enda af- ar glæsilegur búningur. Hann dregur nafn sitt af höfuðfatinu sem nefnt var skaut. Skautið er lægra en krókfaldurinn, eins og lítill púði sem upp af kemur nokkurs konar slör sem fellur svo niður á bak. Minnir óneit- anlega á brúðarslör og nokkuð þjálla á höfði en faldurinn. Búningurinn sjálfur skiptist í treyju og samfellu, en svo nefnist pilsið sem er krægt í treyjuna. Hún er hneppt eða krækt að framan og skreytt flaueli og út- saumuðu mynstri sem sótt er í íslensku flór- una. Samfellan er skósíð og útsaumuð að neðan í stíl við treyjuna. Um mittið höfðu konur gjarnan stokkabelti sem er ekkert venjulegt belti heldur hinn mesti dýrgripur, gull- eða silfurflúrað mynstur eftir kúnstar- innar reglum. Kyrtilbúningur Kyrtilbúningur varð til seinna sem eins konar létt afbrigði af skautbúningnum. f björtum fallegum litum, með kvartermum eins og tíðkast nú, víður og frjálslegur. Honum fylg- ir faldur eins og skautbúningnum sem var hafður hvítur. Kyrtilbúningnum var ætlað að minna á klæðaburð til forna og var það Sig- urður málari sem einnig vakti máls á honum. Honum var umhugað um að íslenskar konur klæddust íslenskum búningum, væru með- vitaðar um þjóðerni sitt, skörulegar og sterk- ar eins og formæður þeirra. Hann var ásamt öðrum að reyna að stemma stigu við evr- ópskum tískustraumum er fylgdu í kjölfar Ingibjörg Kaldal ,sex ára, árið 1954. Faðir hennar Jón Kaldal, Ijósmyndari, tók myndina. borgaralegri lífshátta eyjarskeggja. Það voru ekki síst íhaldssamar konur sem létu sig þetta helst varða en þeim þótti ekki verra að fá karlmann í lið með sér. Kyrtilbúningurinn náði ekki þeim vinsældum sem honum voru ætlaðar, eldri búningarnir höfðu yfirhöndina. Peysuföt Peysufötin voru upphaflega einfaldur al- þýðuklæðnaður. Prjónuð peysa yfir skyrtu og sítt pils við. Húfan, sem var mikilvægari en margan grunar, var fyrst djúp og skúfur- inn stuttur en með tímanum minnkaði hún og er nú betur þekkt sem lítil kolla sem festa þarf í hárinu. Skúfurinn lengdist, hólkurinn utan um hann varð glæsilegri og konur fóru að sauma treyjuna úr stífu, fínu efni. Hún var aðskorin og krækt að framan og undir henni glitti í hvítt skyrtubrjóst. Til að gera búning- inn enn sparilegri bundu konur stóra slaufu úr slifsinu og höfðu svuntuna úr sama efni eða í sama lit. Búningurinn er að mestu laus við skartgripi, að undanskilinni nælu í slifsinu um hálsinn. Peysufötin eru svört og svört skotthúfan næld í hárið sem var alltaf fléttað og sett upp. Þegar konur fóru að eldast og hárið að þynnast þá áttu þær jafnvel aukafléttur til þess að festa inn á milli sinna eigin til að sýnast hárprúðari. Upphlutur Upphluturinn þróaðist úr hefðbundnum nærfatnaði í spariklæðnað. Upphlutsbolur- inn er raunar lífstykki og undir því klæddust 55

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.