19. júní


19. júní - 19.06.1998, Page 62

19. júní - 19.06.1998, Page 62
Ekki eins og að loka bók Allir þekkja stjúpusögur þar sem vondar stjúpur sendu stjúpbörn sín austur fyrir sól og suður fyrir mána án minnstu miskunnar. Þær lifðu svo í vellystingum praktuglega þar til upp komst um illvirki þeirra, álögunum var létt af þjáðum börnum og stjúpunum velt upp úr tjöru og fiðri áður en þær voru líflátnar. Hlutu þær makleg málagjöld og engin refsing var of þung. Stjúpur og stjúpar eru enn á kreiki í þjóðfélaginu og koma til sögu í annarri sambúð. Hvernig skyldi þeirra hlið á málinu vera? Líðan stjúpmæðra og feðra nútímans er sjaldan til umræðu en kveikjan að þessari grein Gunnhildar Hrólfsdóttur er saga stjúpa sem berst fyrir rétti sínum til að umgangast dóttur sína og fósturdóttur, en hann missti af þeim báðum eftir sambúðarslit þegar móð- irin fluttist út á land og hóf sambúð með öðrum manni. Umgengnisrétturinn sem hann hafði gilti aðeins meðan þau bjuggu í sama landshluta og varð hann að sækja um að nýju en þeirri umsókn er svo lítill gaumur gefinn að hún er búin að bíða afgreiðslu í fjóra mánuði. Forræðisréttur er sterkur og sá sem hefur hann getur flutt sig um set og gert það ómögulegt fyrir hitt foreldrið að viðhalda eðlilegri umgengni. Það er alfarið háð vilja móðurinnar hvort hann fær að um- gangast eldri stúlkuna sem hann lítur á sem sína og var honum náin. Forsjárlaust foreldri, sem nýtur umgengnis- réttar við barn í öðrum landshluta, verður að greiða allan ferðakostnað og gefur augaleið að það er erfitt að halda sambandinu undir þeim kringumstæðum. Litla dóttir mannsins er fljót að gleyma og farin að kalla nýja manninn pabba og sú eldri er komin með ný áhugamál og nýja vini. Þeirri reynslu getur hann ekki deilt með henni. „Ég vildi hafa dætur mínar hjá mér sem oftast og sem lengst. Ég er ekki eins og bók sem búið er að lesa og hægt að loka, setja upp í hillu og gleyma," segir hann. Réttlausar stjúpur ■t ;*í; ■ Katla ásamt stjúpdóttur sinrti Örnu Pálsdóttir „Stjúpur eiga ekkert sameigin- legt umfram aðrar mæður," segir Katla Þorsteinsdóttir þegar við setjumst niður á Hótel Borg til að ræða stöðu stjúpmæðra. Katla er gift og eiga þau hjónin saman tvö börn. Maður hennar á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Katla á 15 ára son frá fyrra hjónabandi. 62

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.