19. júní


19. júní - 19.06.1998, Síða 67

19. júní - 19.06.1998, Síða 67
Jafnrétti í orði og á borði: Alma, ívar, Hlynur og Hrund. fólk var jafnvel kennt við maka sinn efsvo bar undir eins og heyra má í dægurlagatextanum „Maðurinn hennar Jónínu hans Jóns Alma: „Já, það er ágætt að vísa i fornsögurnar þegar fólk vænir mann um að vera að finna eitthvað upp eða brjóta gamla hefð. Á það má lika benda að i hefðum eru margar villur sem þarf að laga. Og kannski hefur okkar lóð á vogarskálarnar haft þýðingu, í það minnsta urðum við ofsalega glöð þegar systir mín, sem eignaðist barn um páskana, kenndi það við bæði sig og manninn sinn í senn." Myndi aldrei smyrja bílinn! Það er ekki nóg með að Hlynur og Alma skiptist á að svara spurningum blaðamanns, þau skiptast á að vinna flest þau verk sem fjölskyldulífið kallar á. Alma: „Við sáum það fljótlega eftir að við hófum sambúð að það gekk ekki upp að vinna saman að heimilisstörfunum. Mér fannst ég miklu duglegri og var iðulega búin með allt meðan Hlynur var enn að dunda sér við fyrstu verkin sín ..." Hlynur: „Eigum við ekki að segja að ég hafi haft annan stíl við húsverkin! En við komum okkur sem sagt fljótlega upp mjög ákveðnu kerfi sem er enn í gildi." Alma: „Kerfið er vikuskipt og virkar þannig að aðra vikuna elda ég og vaska upp en Hlynur sér um þrif og þvotta. Hina vikuna eldar hann og ég þvæ og þríf og þannig gengur þetta koll af kolli. En auðvitað er viss sveigjanleiki í kerfinu og leyfilegt að víxla dögum ef svo ber undir." Öðrum störfum reyna hjónin að skipta með sér eftir mætti, svo sem að keyra börnin í pössun eða kaupa á þau föt. Alma: „Hlynur sér yfirleitt um að svæfa börnin og hann vaknar til þeirra á nóttunni. En ég sé að mestu leyti um bílinn. Hlynur myndi aldrei láta smyrja hann eða þvo hann! Reyndar er ég meira á bílnum og því lendir þetta á mér, en það er ekki vegna þess að mér þyki það skemmtilegt." Þau hlæja dátt með útskýringunum og það er augljóst að þrátt fyrir alvarlega hugmyndafræði og skipulag er yfirbragðið leikandi létt. Hlynur: „Þessi verkaskipting skapar ekki neina togstreitu í sambúð okkar. Svona er bara lífið, við höfum haft þetta svona lungann úr fimmtán ára sambúð okkar." Alma: „Við verðum samt dálítið að vanda okkur til að falla ekki í far sem við í grundvallaratriðum erum á móti. Það er til dæmis algengt þegar kona fer í barneignarleyfi að hún sé allt í einu farin að gera allt. Hún sé „heima hvort eð er" og hafi „ekkert annað að gera". Við ákváðum að lenda ekki í því." Hlynur: „Við vorum saman heima með Hrund fyrstu fimm mánuðina og það hjálpaði mikið til. Reyndar mælum við eindregið með því, í framhaldi af allri þeirri umræðu sem skapast hefur um fæðingarorlof karla, að feður taki fæðingarorlof — ekki síst til þess að tryggja jafna tengslamyndun beggja foreldra við barnið fyrstu mánuðina." Að kynnast klósettburstanum Að beiðni blaðamanns halda Alma og Hlynur áfram að rekja verkaskiptingu á heimilinu og í Ijós kemur að Hlynur fléttar Hrund oft og hefur jafnvel prjónað á hana peysu og sokka. Hlynur: „Hins vegar mæti ég gjarnan dálítilli tortryggni í saumaskapnum, til dæmis er tengdamamma treg til þess að lána mér saumavél þegar við erum þar og ég þarf að dytta að flíkum. Hún reynir frekar að halda vélinni að Ölmu." Alma: „Svipað gerist þegar ég ætla að lyfta hamri og nagla — þá finn ég fyrir dálitlu vantrausti af hálfu Hlyns. Líklega er það vegna þess að hann er vanari að umgangast ýmiss konar verkfæri í listsköpun sinni og ekki síður vegna þess að ég hlaut því miður aldrei kennslu í smíðum í skóla." Hlynur tekur undir það að kynjaskipting í verklegum fögum í grunnskóla og ekki síður inni á heimilum hljóti að hafa mótað viðhorf fólks á sínum tíma. „Drengir á mínum aldri voru aldir hörmulega upp í þessu tilliti. Maður dýfði nær aldrei hendi í kalt vatn, komst hjá heimilisstörfum á unglingsárunum og vissi varla hvað klósettbursti var fyrr en í sambúð var komið." Hann hefur hins vegar svo sannarlega fengið að kynnast því með tímanum og er sáttur við það. „Helsta áhyggjuefnið er, eins og áðursegir, að detta í hefðbundið mynstur kynjaskiptingar. Innrætingin er svo mikil að það er flókið að berjast gegn henni. Það er líka talsvert flókið að ala börnin upp í trássi við þessa innrætingu því skilaboðin berast alls staðar að. Þegar Hrund varfjögurra daga gömul átti hún til dæmis tíu dúkkur sem vinir og vandamenn höfðu gefið. Það er þess vegna ekki skrýtið að hún sé mikil Barbiekona. Að mínu mati getur ekki verið neitt genetískt við það að stúlkur leiki sér að dúkkum en strákar að bílum, bílar hafa ekki einu sinni verið til nema í hundrað ár! Þetta er að stærstum hluta tengt skilaboðum úr umhverfinu." Alma: „Við eigum strák og stelpu og þau eru vissulega ólík að gerð. Hins vegar finnst mér munurinn aðallega liggja í því að annað er fyrsta barn en hitt er númer tvö. Þau hafa af þeim sökum alist upp við ólíkar aðstæður og það er þess vegna sem þau gera ólíkar kröfur. Ekki vegna þess að þau eru sitt af hvoru kyninu." Hlynur: „Við berjumst kannski ekki beint á móti straumnum en reynum að iðka fjölbreytni og víðsýni í uppeldinu." Þeir setja stundum pylsur í pott ... Alma rifjar upp að í æsku hafi henni fundist skrýtið að strákarnir í sveitinni þyrftu einungis að sinna útiverkum. Stelpunum var hins vegar gert að sinna bæði útiverkum og heimilisverkum og það var eitthvað við það skipulag sem særði réttlætiskenndina. Alma: „Ég var ellefu ára þegar ég skildi að þetta var eitthvað skrýtið. Svo man ég líka eftir að hafa valdið miklum usla með því að heimta að læra glímu eins og strákarnir! Og ég fékk það í gegn." Þeim finnst báðum enn langt i land með að réttlæti og jafnrétti gildi milli kynjanna i samfélaginu. Hlynur: „Fólki finnst að það ríki jafnrétti vegna þess að alls konar lög segja það. Fólk heldur að hlutirnir hafi breyst meira en þeir hafa í raun gert." Alma: „Ungar kynsystur mínar valda mér oft mikilli undrun þegar við ræðum heimilislíf. Hjá þeim viðgengst engin verkaskipting að ráði, en sem betur fer verða þær dálítið vandræðalegar þegar það berst i tal. Margar segja: „Jú, hann setur stundum pylsur í pott, en ég hef gaman af því að elda og þvo." Sko, þótt ég hafi gaman af að baða mig myndi ég ekki nenna að baða Hlyn alla daga!" Hlynur: ",,Já, það er líka sérkennileg tilviljun ef aðeins konur hafa gaman af heimilisverkunum. Auðvitað er þetta allt spurning um réttlæti og að halda vöku sinni. Ef gagnrýnin réttlætiskennd er ekki höfð að leiðarljósi er auðvelt að festast í gamla misræminu — þess vegna verður hver og einn að vanda sig." 67

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.