Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 18
14
BÚFRÆÐINGURINN
stigið hcfir áhrif á ]>að, hve mikilli vatnsgufu loftið heldur i sér án ]>ess
hún þéttist, ]>ví hærra sem hitastigið er, ]>vi meiri getur loftrakinn orðið
án ]>ess úrkoma verði. Við kólnun þéttist vatnsgufan og við ]>að myndast
úrkoman, en svo nefnist einu nafni dögg, rigningarvatn og ]>að vatn, sem
myndast við bráðnun á snjó og hagli. Urkomumagnið er mælt og reiknað
á ]>ann hátt, að upp er gefið hve djúpt vatnslag myndaðist yfir jarðflct-
inum á ákveðnu svæði á vissri timaleilgd, þegar hægt væri að ganga út frá
að engin uppgufun ætti sér stað, frárennsli eða niðursig. Úrkomumæl-
ingar hafa verið gerðar á athugunarstöðvum Veðurstofunnar í Reykjavík.
Stöðugar veðuratliuganir hafa farið fram síðan 1872.
Árið
Vetur Vor Sumar Haust alls
Reykjavík . ... 339 110 238 183 870
Hvanneyri .... 340 102 232 191 875
Slykkisliólmur .... 252 70 181 147 650
Suðureyri . ... 331 92 238 193 855
Grænhóll, Gjögur .... 111 43 242 101 497
Lækjamót . ... 129 45 116 70 358
Möðruvellir, Hörg .... 130 50 99 57 336
Grimsey .... 68 28 119 62 277
Þorvaldsst., Bakkaf. . . . . . . . 142 64 142 96 444
Teigarhorn .... 450 154 338 238 1180
Fagurhólsmýri . ... 143 245 525 373 1886
Vik í Mýrdal .... 855 283 600 437 2175
Vestmannaeyjar .... 528 176 369 275 1347
Eyrarbakki .... 433 142 303 230 1107
Meðal úrkoma er minnst í Grímsey, og á Norðurlandi, að undanskild-
um nyrztu annesjum, er hún hlutfallslega lág. Frá Djúpavogi að Reykja-
nesfjallgarði er úrkoman mest og er hámark hennar i Skaftafellssýslum.
Úrkomumagnið í heild yfir árið hefir minna að segja fyrir ræktunina
heldur en ]>að, livernig úrkoman skiptist á árstiðirnar. Því er, ef nota á
úrkomumælingar til grundvallar útreikningi á flutningsrýmisþörf skurða-
kerfis, nauðsynlegt að hafa yfirlit um regnmagnið á stuttum tímabilum,
t. d. með 14 daga eða mánaðaruppgjöri. Hvernig vorleysingar liaga sér,
liefir mikið að segja, þegar ákvarðanir eru teknar um lcgu og flutnings-
rými aðalaffallsskurða. Snjóleysing að vetrarlagi hefir minni þýðingu,
]>vi oft er útilokað, að verkanir opinna skurða séu svo nokkru nemi,
meðan þeir eru snjó- og klakafylltir.
1. Vatnið í jarðueginum.
Vatnið í jarðveginum er tengt jarðefnunum með ýmsum liætti. Það
getur verið bundið sameindum annara efnasambanda, efnisbundiS valn.
Hin örsmáu jarðkorn geta vcrið umlukt af örþunnu vatnslagi, er nemur
aðeins ]>vermáli vatnssameiiularinnar að þykkt, er það kallað loftraka-
vatn. Þá helzt vatnið í fíngerðari liolum milli jarðkornanna fyrir verk-
anir liárpípuaflsins, er ]>að nefnt hárpipuvatn jarðvegsins. Annað vatn,
svo sem á og í yfirborði jarðvegsins, allt vatn í stærri holum jarðvegsins,