Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 58
54
BÚFRÆÐINGURINN
Við gröft á minni skurðum er aðeins ástæða til að efstu
stungu sé kastað af kvíslum en neðri stungunum kastað beint
af skóflum, og skal þá standa á neðri stungunni, meðan
grafið er.
« Byrjað sé á hverri stungu frá hliðunum beggja megin frá,
ef ruðningur er látinn á báða bakka, ella þeim megin frá, sem
ruðningur er lagður. I samfelldum svarðarjarðvegi, þar sem
jarðvatn er lítið, er ekki nauðsynlegt að moka því, sem upp
treðst og molnar af hnausum, við hverja stungu, en ella er
það gert, og við það verk notuð malar- eða steypuskófla.
Botnrennu skurðsins og réttum botnhalla er gengið frá í
lengri færum, og er sniðið fyrir tii hliðanna með stungu-
skóflu, en l)otnflötur jafnaður með steypuskóflu.
Sé vatnsrennsli í skurði, sem verið er að grafa, þarf sérstak-
lega með að fara, svo það tefji ekki verldð. Það má aldrei
renna yfir stunguna í allri breidd skurðsins, því þá verður
stungan að mykjukenndri leðju, sem verður að moka. Sé eklci
hægt að veita vatni, sem leitar í skurðinn, af sér, meðan
grafið er, og eins ef vatn kemur upp í skurðinum sjálfum,
skal því alltaf haldið í rás með öðrum bakkanum á þann
hátt, að þegar búið er að taka tvær hnausaraðir meðfram
lionum, þá er stungið fyrir næstu stungu og ein hnausaröð
tekin upp af henni, svo vatnið geti haft þar rás sína meðan
efri stungan er tekin. Þannig er vatninu haldið með hvorum
bakkanum, sem betur þykir henta, án þess að verkið tefjist
af því.
Þegar klaki er í jörð, þurfa halcarnir að vera vel yddir
og af íshöggsgerð annað liöggið. Fleygarnir, sem notaðir ern,
gildir og úr stáli, vel beittir. Aulc þess er gott að hafa öxi
á löngu skafti. Með þessum verkfærum má fá góð vinnu-
afköst, og ekki minni en í þíðri jörð, þó klaki sé 20—30 cm.
Eftir að snúrað hefir verið fyrir, þá er merkt fyrir skurð-
brúnum beggja megin með beittri slcóflu eða öxi, svo vel,
að augljós sé brún skurðsins á allri línunni. Þá er öðru megin
liöggvin mjó rauf gegnum klakann. Eftir að það hefir verið
gert á allri færunni, þá er hægt að beita fleygunum, og er
jarðvegurinn klofinn í stórum stykkjum. Stærð þeirra fer eftir
því, hver aðstaða er við upptöku þeirra. Bezt er að nota við
það steingálga með grjóttöng, en hafa ísífæru á stöng til að