Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 96
92
BÚFRÆÐINGURINN
mosaþýfi, og vetraráveitur hafa þó sérstaklega áhrif til að jafna
landið af þrýstingi þeim, er verSur þegar áveituhólfin eru ísi lögS.
B. Eiginleikar vatnsins og nothæfi þess til áveitu.
Samkvæmt því, sein tekið hefir verið fram um þýðingu
vatnsins, er Ijóst, að það er misjafnt að gæðum til áveitu. Af
reynslunni er það vitað, að varanlegur árangur fæst því að-
eins af áveitum, að þær fái gott vatn. Það er þekkt, að með
áveitum af lélegu vatni er á skömmum tíma hægt að rányrkja
engi, svo að landið og' gróðurinn bíði þess ekki bætur um
langan tíma.
Til þess að gera sér grein fyrir nothæfi vatnsins eru tvær
leiðir, en hvorug þó þannig, að fullgild svör fáist um gildi
þess til áveitu.
Þar sem lækir eða ár flæða gfir baklca sína á gróið land,
gcfur sprettan þar hinar öruggustu upplýsingar um gæði
vatnsins, einkum þó ef það flæðir á staði, er hafa sama jarð-
lag og gróðurfar eins og það land, sem veita á vatninu á.
Þar sem þessum athugunum verður ekki viðkomið, er hægt
að draga nokkrar ályktanir um gæði vatnsins með því að
kynna sér regnsvæði það, sem farvegurinn hefir afrcnnsli frá.
Þar sem ár eða lækir renna gegnum foksvæði, berst mikið
í vatnið af föstum eínum. Ef regnsvæðið er jarðvegsfrjótt,
en jarðvegurinn laus og land hallandi, tekur vatnið meira eða
minna með sér á leið sinni yfir liann. Þar sem ræktað land
liggur hallandi að farvegi lækjar eða ár, berast vatninu aukin
verðmæt efni. Komi vatnið frá stöðuvötnum með miklum
botngróðri, þar sem jafnframt er fiskgengd og mikið fugla-
líf, verður það efnaauðugra og einkum af köfnunarefni. Sé
vatnið langt aðrunnið, verður það heitara, hefir meiri upp-
lausnareiginleika, í því er meira af lofti og það fær á leið sinni
föst og uppleyst efni frá stærra svæði. Skammt að runnið
jökulvatn er kalt, en getur flutt mikið efnismagn, en sé straum-
far þess þröngt, flytur það möl og sand með sér ásamt hin-
um fínmuldari efnum. Samansafnað rigningarvatn, að runnið
skamma leið af gróðurlausu landi, eru litlar lílcur fyrir að sé
efnaauðugt, enda er jafnan svo liáttað um læld eða ár, er aðal-
lega fá valn sitt á þennan hátt, að vatn þeirra getur verið
mikið í leysingum og vatnavöxtum eftir úrkomur, en vatns-
magn þeirra er ekki varanlegt og minnkar eða jafnvel hverfur