Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 6

Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Kauphðllin er ekki fyiir sólóista Kunnur blaðamaður spurði mig að því, þegar langt var liðið á íjiilmiðlafárið sem varð vegna fréttar um yfirtöku Mundar á Baugi Group og fyrirhugaða afskráningu Baugs úr Kauphöll Islands, hvort þetta væri nokkurt mál. Er þetta ekki bara gamla góða gúrkan? Eg sagðist vera sammála honum um að búið væri að leggja allt of mikið út af einhverjum samsæriskenningum um ástæðu afskráningarinnar. Að vísu hefði Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, verið svolítið tvíræður í viðtölum vegna þessa máls. Jafnframt hefði ég enga trú á því að Baugur seldi rekstur sinn hérlendis og hyrfi með allt sitt hafurtask út til Bretlands. Þess má geta að Mundur er að stærstum hluta í eigu Bónusflölskyldunnar, en aðrir eig- endur eru Kaupþing og félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, Péturs Björnssonar, fyrrv. eiganda Vífilfells, og fáeinir aðrir. félögum með samþjappað eignarhald, þ.e. fáa mjög stóra hluthafa, erfiðara fyrir að uppfylla strangt skráningarhæfi Kauphallarinnar. I mörgum löndum er þetta hlutfall raunar lægra, eða 33%. Yfirtökuskyldan er höfð til að vernda rétt smárra hluthafa og er það vel. Kauphöll Islands er ekki að hverfa þótt vissu- lega sé skarð höggvið í hana með brotthvarfi svo margra fyrirtækja úr henni. Kauphöllin er for- senda sparnaðar almennings í formi hlutabréfa. En fyrst svo mörg félög eru á leiðinni út verður að spyija sig hvers vegna þau vilja yfirhöfuð fara þar inn. Það gera þau til að sækja frekar fjármagn til hluthafa en lánastofnana, auk þess sem það auðveldar mörgum gömlum hluthöfum í félögum, t.d. frumkvöðlum í lokuðum fjölskyldufyrirtækjum, að losna út og selja hluti sína á skráðu markaðsverði. Hverfur Kauphöllin? Þessi umræða sýnir auðvitað enn og aftur hvað Baugur og BónusJjölskyldan eru vinsælt fréttaefni. Fréttin var í raun ekki önnur en sú að Baugur yrði afskráður úr Kauphöllinni. Astæðan er sú sama og hjá öðrum skráðum stórfyrirtækjum sem til stendur að afskrá á næstunni, en þau eru Olís, Ker, íslenskir aðalverktakar og Plastprent. Saman- lagt verðmæti þessara fimm félaga er um 50 milljarðar og nemur um 9% af heildarverðmæti fyrirtækja í Kauphöllinni. Eigendur þeirra sjá sér engan hag í því lengur að hafa félögin skráð í Kauphöllinni og uppfylla strangt regluverk hennar og skilyrði um skráningarhæfi. Það er auðvitað umhugsunarefni hvers vegna svona er komið. Er Kauphöllin að hverfa og verða þar engin önnur félög en nokkrir bankar og sjávar- útvegsfyrirtæki eftir nokkur ár? A þriðja tug fyrirtækja hafa verið afskráð á síðustu árum, m.a. vegna samruna við önnur fyrirtæki. Eignarhaldið vefst líka svolítið fyrir mönnum. Hinn 1. júlí nk. taka t.d. í gildi lög um að yfirtökuskylda í skráðum félögum skapist þegar tiltekinn aðili ráði yfir 40% hlut í fyrir- tæki. Til þessa hefur verið miðað við 50% hlut. Þetta gerir Ekki metið sem Skyldi Baugur hefur verið skráður á markaði í um fimm ár. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lítið hækkað og viðskipti með bréf í því hafa verið hverfandi undanfarið - og það þótt félagið hafi á síðasta ári skilað mestum hagnaði eins félags í Islandssögunni, eða yfir 7 millj- arða hagnaði eftir skatta, og tilkominn var vegna fjárfestinga í Bretlandi. Félagið er núna með digra sjóði til fjárfestinga eftir methagnaðinn. Eflaust líta eigendur Baugs svo á að markað- urinn hafi ekki metið félagið sem skyldi og til hvers þá að hafa það á markaði. Félagið er orðið flókið og allt annað en það var fyrir fimm árum. Það er bæði fjárfestingafélag og matvöru- keðja. Síðast en ekki síst eru eigendur Baugs svonefndir sólóistar, frumkvöðlar. Þeim lætur vel að vera einir, frjálsir og á eigin forsendum í viðskiptum. Til hvers þá að hafa farþega í aftursætinu með sér þegar stefnt er á áhættufjárfestingar í Bretlandi? Er ekki betra að hætta eigin fé en annarra í slíkum leiðangri og vera óbundinn af regluverki Kauphallarinnar? Kauphöllin lifir, en hún er ekki fyrir sólóista. 33 Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 65. ár Sjöfn Gudrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlftshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIHNG: Heimurhf., sími 512 7575 PRENTVINNSLA: Gutenberghf. UÓSMYNDIR: © Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.