Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 17
Söguleg stund í Þjóðmenningarhúsinu 12. apríl. Skrifað undir samkomulag um samruna Kaupþings banka og Búnaðar-
bankans sem aftur varðtil þess að Landsbankinn gerði „sögulega árás" á Búnaðarbankann. Frá vinstri: Sólon R. Sigurðsson,
bankastjóri Búnaðarbankans, Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, Hjörleifur Jakobsson, bankaráðs-
formaður Búnaðarbankans, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka.
Valur Valsson, forstjóri íslandsbanka,
ákvað að hætta í bankanum eftir nokk-
urra áratuga starf og setjast í helgan
stein. Eitt af mörgum dæmum um það
hvernig landslagið hefur gjörbreyst á
bankamarkaðnum á nokkrum vikum.
Björgólfur Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, hefur sagt
að Landsbankinn verði ekki lengi
minnstur og hefur það verið túlkað
sem svo að hann beri víurnar í íslands-
banka.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra. Hún varð að pakka niður kampa-
víninu fyrir rúmum þremur árum þegar
samkeppnisráð hafnaði sameiningu
Búnaðarbankans og Landsbankans.
17