Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 18
BflNKAMflL í BRENNIDEPLI Gjörbreytt landslag Sjáum hvernig landslagið á hankamarkaðnum hefur gjörbreyst á nokkrum vikum og mánuðum: 1 Kóngurinn í bankaheiminum, Valur Valsson, bankasljóri Islandsbanka, sagði fremur óvænt upp í íslandsbanka eftir afar farsælt starf þar í áratugi og hefur sest í helgan stein. 2 Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings banka, varð starfandi sljórnarformaður og tók Hreiðar Már Sigurðsson við starfi hans sem forstjóri Kaupþings banka. 3 Kaupþing „stakk óvænt undan“ Landsbanka og Islandsbanka og gekk í það heilaga með Búnaðar- bankanum. 4 Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans til nokkurra ára, hætti í kjölfarið. 5 Landsbankinn „braut blað“ og sagði mjög óvænt upp 20 rótgrónum starfsmönnum úr stjórnendahópi bank- ans fyrir um tveimur mánuðum. Slikt hefur aldrei áður gerst í Landsbankanum. Skilaboðin: Nýr kúltúr. 6 Nýir eigendur Landsbankans voru ósáttir við að „missa“ Búnaðarbankann til Kaupþings og „gerðu sögulega árás“ á hann í staðinn og náðu frá honum 26 þekktum starfsmönnum, þeirra á meðal þremur framkvæmdastjórum. I flimtingum hefur þetta verið nefnt „bankamannaránið mikla“. 7 Sigutjón Þ. Árnason, einn hinna þriggja fram- kvæmdastjóra Búnaðarbankans sem fengnir voru yfir til Landsbankans, varð óvænt annar tveggja aðal- bankastjóra þar og stýrir bankanum ásamt Halldóri Jóni Krisljánssyni. Samkvæmt skipuriti bankans mun mjög mæða á Sigurjóni í endurskipulagningu bankans. 8 Landsbankinn keypti Búnaðarbankann í Lúxem- borg sem stofnaður var fyrir aðeins tveimur árum og græddi Búnaðarbankinn um 450 milljónir á þeirri sölu. Ágæt ávöxtun það! Blekið var vart þornað þegar Islandsbanki réðst til adögu við nýja eigendur bank- ans og nappaði tjórum Dönum úr Búnaðarbankanum í Lúxemborg. 9 Hver heföi trúað þvi fyrir nokkrum árum að banka- sljórarnir í bönkunum þremur yrðu innan við fertugt. Siguijón Þ. Árnason, Landsbanka, er tæpra 37 ára. Bjarni Ármannsson, Islandsbanka, er 35 ára og Hreiðar Már Sigurðsson er 32 ára. Það er komin ný kynslóð bankastjóra á Islandi. 10 Nú segja menn að vart sé hægt að toppa „hina herskáu" atburðarás síðustu vikna nema þá að Landsbanki og Islandsbanki sameinuðust og til yrðu „nýjar herbúðir“. Litlar líkur eru á því vegna sam- keppnisráðs. [£] SKULDIR HEIMILA (Lán til einstaklinga - Tölur í milljónumJ Bankar og sparisjóðir ...................... 195.274 íbúðalánasjóöur........................ 391.512 Fjárfestlánasjóðir rr.d. kreditkortaf.) ... 7.371 Lífeyrissjóðir............................... 84.300 LÍN ......................................... 54.754 Annað (Tryggingafélög.eignaleigur og fl.) ... 27.190 fllls: ......................... 760.401 11% - Lífeyrissjóðir 7% - LÍN 4% - flnnað 26% - Bankar og sparisjóðir I l ------------------ Það er athyglisvert að aðeins um fjórðungur skulda einstaklinga er við banka og sparisjóði. Þetta þýðir að Samkeppnisráð á erfiðara með að hafna sameiningu íslandsbanka og Landsbanka vegna „inn- og útlána" á markaðnum. 1. árs- |S r • y !! j m %r U ; fjorðungur g| Búnaðarbanki íslandsbanki Kaupþing Landsbanki Eignir 264.139 330.678 228.223 280.893 EipiS fé 15.954 18.386 18.072 17.006 HagnaSur e. skatta 581 1.062 813 813 Útlán 200.403 258.854 84.102 215.793 Innlán 91.536 84.101 74.063 113.960 Gjöld 1.830 2.180 2.556 2.345 Hreinar RT 3.023 3.980 3.781 4.053 MarkaSsvirSi 13/5 (ma.kr.) 28,445 44,640 30,970 27,862 Heimild: Islandsbanki Helstu lykiltölur úr rekstri bankanna á 1. ársfjórðungi þessa árs. Markaðsvirði Kaupþings Búnaðarbanka er tæpir 60 milljarðar. Markaðsvirði Landsbanka-íslandsbanka yrði um 73 milljarðar. „VERÐUM EKKI LENGI MINNSTIR“ Eftir kaup Kaupþings banka á Búnaðarbankanum er Landsbank- inn orðinn minnsti bankinn. Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, hefúr ítrekað sagt að bankinn ætli sér ekki að vera lengi minnstur. Þau orð hafa verið túlkuð þannig að bankinn beri núna víurnar í Islandsbanka. Þessir tveir bankar vinna núna náið saman í gegnum Fjárfestingafélagið Straum og eru þar tveir stærstu hluthafarnir. Þess utan er vitað að Landsbankinn ætlar sér frekari hluti í London. Þar á hann fyrir Heritable bankann, sem sérhæfir sig í lánum til verktaka á byggingamarkaði, en fæstum kæmi á óvart þótt Landsbankinn keypti þar annan banka á þessu ári sem sérhæfði sig í lánum til íbúðakaupa. Flestir eru vantrúaðir á að af sameiningu Islandsbanka og Landsbanka geti orðið eftír að Kaupþing og Búnaðarbanki runnu saman. Sá ráðahagur var á dögunum staðfestur af samkeppnisráði, þ.e. ráðið lagðist ekki gegn sameiningunni. Flestir telja að ráðið myndi engan veginn samþykkja sameiningu Islandsbanka og Landsbanka þar sem þeir eru báðir mjög stórir og öflugir og næðu með því ráðandi stöðu á viðskiptabankamarkaðnum. Samkeppnisráð búið að gefa tóninn? Raunar má lesa út úr niðurstöðu samkeppnisráðs vegna samruna Kaupþings og 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.