Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 43

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 43
þvíumlíku. Hann hefur ekki verið virkur sem daglegur stjórn- andi í Granda nema undanfarið tæpt ár en sagt er að hann sé enginn „sparistjórnandi“. Hann ekur daglega um bryggjurnar, hittir menn og spjallar og stundum fer Ingibjörg kona hans með honum. Hann „fer upp í skipin, þvælist upp og niður stiga og talar við fólkið á gólfinu," segir Agúst. NÆRMYND ÁRNI VILHJflUVlSSON Góður Skylmingamaður Árni lærði hagfræði við Harvard University i Bandaríkjunum. Hann fylgist afskaplega vel með fræðunum, fer reglulega í bókabúðir erlendis og les gríðarlega mikið. Hann er mjög næmur á umhverfi sitt og það sem er að gerast, flíkar ekki því sem hann veit en tekur hlutunum af mikilli alvöru, hvort heldur það er kennsla, stjórnun eða peningamál. Hann var vinsæll kennari, blandaði geði við stúdentana og mætti gjarnan í samkvæmi. Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, er í hópi gamalla nemenda sem hafa hitt Arna og fleiri gamla kennara úr viðskiptadeildinni reglulega einu sinni á ári, á sjálfan bóndadaginn. ,Árni er afspyrnu skemmtilegur maður og kennari og mjög fær í sínu fagi. Hann var alla tíð félagi nemenda sinna og hrókur alls fagnaðar, hvort sem það var í vísindaleiðöngrum háskóla- áranna eða við önnur tækifæri. Það var aldrei neitt kynslóðabil á milli okkar þó að hann væri einhveijum árum eldri. Þetta voru heldur tyrfin fög sem hann kenndi en lifandi kennsla Arni bætti heilmikið úr skák. Hann var burðarásinn í kennslunni þarna og það sem margir okkar kunna, það lærðu þeir hjá Arna,“ segir Stefán og bætir við að Árni sé afburða skylmingamaður. „Mér er minnisstætt þegar ég eitt sinn sá hann skylmast við Tony Knapp, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, á veitingastað hérlendis. Mátti ekki á milli sjá hvor væri betri, Árni eða Tony Knapp, en við héldum allir með Árna.“ Eftir að háskólastúdentar fóru að gefa kennurum sínum ein- kunnir kom fyrir að Árni fengi þá umsögn að hann væri óstundvís. Hann velti þessu lengi fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að í rauninni væri ekki verið að gagnrýna hann fyrir óstundvísi í tíma, því að það var hann ekki, heldur frekar fyrir þá sök að hann átti það til að gleyma sér í frásögnum og halda áfram efdr að tímanum lauk. [£] r Arni Vilhjálmsson Fæddur í Reykjavík 11. maí 1932. Kvæntur Ingibjörgu Björnsdóttur, sagnfræðingi og fv. skólastjóra Listdansskóla Islands. Þau eiga þrjár dætur. Ásdís Helga landslagsarkitekt er gift Guðmundi Franklin Jónssyni viðskiptafræðingi í Prag og eiga þau þrjú börn. Birna Björk er BS í landafræði. Maki hennar er Sigurður Tómas Björgvins- son stjórnmálafræðingur og eiga þau saman eitt barn. Auður Kristín sagnfræðingur er í sambúð með Einari Þór Harðar- syni viðskiptafræðingi og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Vilhjálmur Árnason skipstjóri og Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja. Árni á tvær systur, Kristínu og Sigríði. Menntun Stúdentspróf (MR1951), cand. oecon. (HÍ1954), AM. og General Oral Examination for Ph.D. (Harvard 1957), Teaching fellow (Harvard 1956-1957). Gjesteassosiat við Oslóarháskóla 1958-1959. Ferill Starfandi stjórnarformaður Granda (frá júlí 2002) og þar áður stjórnarformaður félagsins (frá 1988). Árni var prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Islands (1961- 2001) og kenndi reikningshald og rekstrarhagfræði við HI 1959-1960. Árni var hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC (des. 1960-sept. 1961), svo að nokkuð sé nefiit. Hann hefur gegnt flöldanum öllum af trúnaðarstörfum fyrir hið opinbera og atvinnulífið og setið í stjórnum flölda fyrirtækja, m.a. Hampiðjunnar, Hvals, Flugleiða, Granda, Verðbréfa- þings og Nýheija. í mörgum fyrirtækjum hefur hann verið í forystu. Eflir Árna liggja mörg merk ifæðirit. Ahugamál Sjávarútvegur, lestur og fræðagrúsk, laxveiði, badminton, bridds og skylmingar. HD 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.