Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 63
KYNNING
Garðar Garðarsson, hrl
Stofan veitir sérhæfSa þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki á
mörgum sviSum, svo sem við samninga- og skjalagerð, álitsgerðir,
hlutafélagarétt, leigusamninga, samkeppnisrétt, sjó- og flutningarétt,
skipasölu, stjórnsýslurétt, vátryggingarétt, verksamninga og innheimtur
svo eitthvað sé nefnt. Þá veitir stofan alla almenna ráðgjöf, hefur með
höndum skipti dánar- og þrotabúa, málflutning, uppgjör slysa- og skaða-
bótamála o.fl. „Þetta veitir okkur óneitanlega ákveðinn styrkleika og vigt,"
segir Jóhannes. „Þess má geta að Landslög hafa meðal annars komið
talsvert að gerð samninga vegna virkjana á Austurlandi að undanförnu
en það er vegna sérhæfingar okkar og reynslu á sviði stóriðjusamninga."
Hvað erlend samskipti fyrirtækja varðar segir Jóhannes þau hafa
vaxið mikið og um leið ýmiss konar lögfræðiþjónusta þeirra vegna.
„Við höfum allgóða þekkingu á erlendum réttarkerfum en ýmis mál
þarfnast samvinnu við erlendar lögfræðistofur þegar um sérhæfð atriði
er að ræða," segir hann. „Við erum í samvinnu við fjölmargar stofur
erlendis og leitum til þeirra varðandi ýmis mál."
Lögmenn hjá Landslögum hafa mikla reynslu af flutningi mála fyrir
dómstólum. Fjórir eigenda stofunnar hafa réttindi til flutnings mála fyrir
Hæstarétti íslands og allir lögfræðingarnir hafa réttindi til flutnings mála
fyrir héraðsdómi.
Starf lögmanna
Undanfarin ár hefur dómsmálum fjölgað talsvert og segir Viðar það
vera af ýmsum ástæðum.
„Þjóðfélagið er flóknara en áður var. Fólk er hugsanlega orðið með-
vitaðra um rétt sinn og frekar tilbúið í að ganga eftir honum. Það er
svo okkar hlutverk að meta líkur á árangri og segja til um hvort yfirleitt
borgi sig að höfða dómsmál."
Lögmenn Landslaga hafa tekið talsverðan þátt í kennslu við laga-
deild Háskóla fslands og þannig um leið fylgst með því sem er að
gerast f faginu. Til gamans eru þeir spurðir hvort kennslan sé frá-
brugðin því sem hún var þegar þeir voru í skóla.
„Það sem hefur breyst alveg gífurlega er fartölvunotkunin," segir
Jóhannes. „Nemendur fylgjast vel með og kennslan er mjög dýnamísk
og skemmtileg. Hún er líka bæði mikilvægur og skemmtilegur þáttur í
því að halda sér við að mínu mati."®]
Skrifstofur
Landslaga
í Reykjauík
eru að
Hafnarhuoli,
Trygguagötu 11
Garðar Garðarsson, hrl.
Jón Sveinsson, hrl.
Uilhjálmur H. Uilhjálmsson, hrl.
Jáhannes Karl Sveinsson, hrl.
Uiðar Lúðvíksson, hdl.
Nökkvi Már Jónsson, hdl.
Eiríkur Jónsson, hdl.
Grímur Sigurðsson, hdl
LANDSLOG
LÖGFRÆÐISTOFA