Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 65
AHRIF HflBL fl VIÐSKIPTflLÍFIÐ særinda sem fylgt geta. I flestum tilfellum fær sjúklingurinn lungnabólgu sem getur líkst hvort heldur sem er bakteríu- eða veirulungnabólgu og getur þróast yfir í ARDS (Acute Respiratory Distress Syndrome). Meðgöngutíminn er 2-7 dagar en getur orðið allt að 10 dagar. Stokkið milli tegunda Sérfræðingar í smitsjúkdómum segja þennan faraldur vera sýnishorn af því sem búast má við í fram- tíðinni. Aðstæður í heiminum, þar sem stór hluti íbúanna er á stöðugum faraldsfæti og geta þannig borið smit með örskots- hraða um allan heim, geri að verkum að faraldrar af þessu tagi og aðrir slíkir séu stöðug ógnun og í raun eðlilegt framhald. Stephen Morse, sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Columbia háskóla í Bandaríkjunum, segir aukin ferðalög valda því að fólk komist nú í snertingu við bakteríur og veirur sem fram til þessa hafi verið einangruð fyrirbæri og geti flutt þær á einum degi til stórþorga þar sem engar varnir finnast. „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær," segir hann og bætir við: „Nútíma landbúnaðarhættir, þar sem dýrum er hrúgað saman á lítið svæði, gera að verkum að sjúkdómar breiðast út eins og skógar- eldur í þurrum skógi.“ Margir sjúkdómar geta farið á milli tegunda og eru sjúk- dómar í svínum sérstaklega hættulegir. Svín og menn geta smit- ast af sömu sjúkdómum og þegar þeir berast með rottum og fuglum, sem þeir gera gjarnan, verður úr þessu ansi skæð blanda. I ljósi þessa er ekki skrítið þó suðurhluti Kína sé álitinn upphafsstaður HABL. Öldum saman hefur Guandong hérað verið eitt þéttbýlasta svæði heims, bæði hvað varðar menn og dýr sem hafa lifað í miklu nábýli. Það útskýrir reyndar fleiri sjúk- dóma sem uppruna sinn eiga á þessu svæði og setur varúðar- merki á önnur svæði heims þar sem svipuð hætta skapast. Til viðbótar við þessa hættu eru veirur duglegar að stökk- breytast og eiga fremur auðvelt með að innlima hluta erfða- mengis annarra tegunda. Ekki bráðsmitandi Innan Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, er það daglegt brauð að búist sé til varnar gegn smitsjúkdómum sem ógna mannkyninu. Flesta þeirra er hægt að hemja fremur hratt og heimsbyggðin fréttir aldrei af þeim nema þeir sem skoða heimasíðu stofnunarinnar og svo heil- brigðisstarfsmenn sem áhuga hafa á því að fylgjast með. HABL hefúr þó fengið nokkra sérstöðu og má meðal annars sjá það af því að WHO hefur opnað sérstaka heimasíðu fyrir sjúkdóminn, http://www.who.int/csr/sars/en/, þar sem hægt er að fylgjast með flestu því sem breytist í sambandi við sjúkdóminn og með tilmælum og ábendingum til ferðafólks. Hér á Islandi hefur sóttvarnarlæknirmn, Haraldur Briem, borið hitann og þungann af upplýsingaflæði vegna sjúkdóms- ins. „I ljósi þess að sjúkdómurinn virðist ekki vera bráðsmitandi og að það er greinilega hægt að hemja útbreiðsluna með tiltölu- lega einföldum en ströngum reglum, þykir mér sýnt að hann verði ekki sú ógn sem hann annars gæti orðið,“ segir Haraldur Briem. „Þar fyrir utan virðist sem þessi sjúkdómur, líkt og aðrir svipaðir, valdi mestum skaða hjá þeim sem eru illa undir það búnir að verða veikir, nefnilega eldra fólki og veikburða. Dánar- Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn ekki bráðsmitandi og að ísland sé vel í stakk búið til að eiga við hann, berist hann hingað. tíðnin hjá þeim sem orðnir eru 60 ára er snöggtum hærri en hinna yngri og það er í samræmi við aðra hættulega öndunar- færasjúkdóma. Hins vegar er á það að líta að Islendingar eru almennt heilsugóðir og sterkbyggðir og hér er heilsugæslan góð og miklu betri en víða annars staðar. Við erum þvi ágætlega undir það búin að hér komi hugsanlega upp tilfelli af HABL og getum gripið í taumana strax.“ Efnabagslífið Ahrif sjúkdómsins á efnhagslíf heimsins eru mikil. Fyrst og fremst í Asíu og hvergi meira en í Hong Kong en borgin hefur verið meira og minna í gjörgæslu undanfarið vegna sjúkdómsins. Gríðarlegur samdráttur er í ferðamanna- iðnaði, innkaupavísitalan sýnir rúmlega 20% lækkun og telur J.R Morgan að samdrátturinn á þessum ársflórðungi geti orðið allt að 8%. Gríðarlega mörg smáfyrirtæki eru í Hong Kong og finna þau fyrir áhrifunum fremur stærri fyrirtækjum sem hafa fleiri leiðir til að bjarga sér. Óttast er að erlend fyrirtæki muni draga úr fjárfestingum og fara annað og það rekur hastarlega á eftir yfirvöldum um að bregðast við. Ferðamannaiðnaðurinn kemur verst út vegna sjúkdómsins og hefur ferðamönnum fækkað um allt að 50% í ýmsum Asíu- löndum og nærri 40 prósentum allra flugferða til Hong Kong hefur verið aflýst. Hótel skýra frá því að nýtingin sé í sögulegu lágmarki og jafnvel undir 10%. Flugfélögin China Airlines, Thai Airways, Cathay Pacific og Vietnam Airlines hafa öll dregið stórlega úr ferðum til Asíu- landa og Malaysian Airlines tflkynnti þann 28. apríl að öllum áætlunum félagsins um stækkun hefði verið frestað og að sjúk- dómurinn hefði þegar kostað félagið um 30 milljónir dollara. Kostnaður og einahagsleg aðstoð who segir beinan kostnað á heimsvísu vegna sjúkdómsins nálgast 30 milljarða dollara en sá kostnaður deilist á margar þjóðir. Alþjóðabankinn hefur sagt að sameinuð áhrif HABL og stríðsins í Irak séu líkleg til að 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.