Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 71

Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 71
SÉRFRÆÐINGAR SPfl 1 SPILIN Spumingin til Reynis Grétarssonar, framkvæmdastjóra Lánstrausts, er þessi: Fmm kom hjá þér á morgunveröarfundi Lánstrausts nýlega að 10% fyrirtœkja skiluðu ársreikningum sínum á réttum tíma til ríkisskatt- stjóra. Hvað þarf að gera til að bæta úrþessu? 10% fyrirtækja skila ársreikningum á réttum tíma Tílgangurmn með birtingu ársreikninga er sá að auka gagnsæi í viðskiptum. Er talið að réttur hvers sem vill til að skoða ársreikninga tryggi hagsmuni neytenda, í víðtækum skiln- ingi þess hugtaks. Þá má segja að skyldan til að skila ársreikningi sé að vissu leyti gagngjald fyrir að fá að stunda atvinnurekstur með tak- markaðri ábyrgð, þ.e. með hlutafélagi eða einkahlutafélagi. Skyldan til að skila ársreikningum kom fyrst í lög á íslandi árið 1995. Eru reglur þar um komnar frá Evrópubandalaginu, sem hluti af EES-samningnum. íslandi, sem hluta innri markaðarins, ber því skylda til þess að sjá til þess að ársreikningar fyrirtækja séu aðgengi- legir hveijum sem vill. Frá upphafi hafa íslensk fyrirtæki skilað ársreikningum sínum bæði seint og illa til Árs- reikningaskrár, t.d. skiluðu einungis 10% fyrirtækja ársreikningum sínum á réttum tíma árið 2002. Efni ársreikninga, þ.e. hvaða upplýsingar eru í honum og hvernig þær eru fram settar, annars vegar og skilaskyldan hins vegar verða ekki skilin að. Tilgangslaust er að skila árs- reikningi með gagnslausum upplýsingum, eða að gera „hinn fullkomna“ ársreikning sem eng- inn sér. Reglurnar um það hvenær skila eigi árs- reikningum til birtingar eru nokkuð skýrar. Hvert efni ársreikninganna skuli nákvæmlega vera er hins vegar óljósara. Verða því álitaefni ekki gerð skil í stuttri grein sem þessari. Þó má nefna dæmi um einfalt en mikilvægt atriði er lýtur að ethi ársreikninga og segja má að sé verulega ábótavant. Upplýsingar um alla hlut- hafa, sem eiga yfir 10%, eiga að koma fram í ársreikningi. Eftir þessu er sjaldan farið. Má segja að staðan sé svo slæm hvað þetta varðar, að viðskiptalífið, fjölmiðlar og aðrir gera hrein- lega ekki ráð fyrir að reglur um að gera þessar upplýsingar opinberar séu virtar. Tökum dæmi: Vel þekkt fyrirtæki í Reykja- vík hélt aðalfund sinn í mars sl. Ymsar sögu- sagnir hafa verið á kreiki varðandi það hveijir eigendur fyrirtækisins eru. Að réttu lagi hefði þetta fyrirtæki átt að skila ársreikningi sínum til birtingar ekki síðar en í apríl sl., þar með- töldum upplýsingum um alla sem áttu meira en 10% í fyrirtækinu um síðustu áramót. Reikn- aði einhver með þvi að eftír þessum skýru reglum yrði farið? I þeim tilvikum sem upplýs- ingar um hluthafa eru birtar, eru þær oft gagnslausar. Dæmi: ,Jón Jónsson og fjölskylda eiga yfir 10% hlutaijár." Eftirfarandi tel ég nauðsynlegt að gera til að bæta ástandið: Fyrst ber að nefna að upplýsa þarf fyrirtæki mun betur um þá lagaskyldu að skila ársreikningi sínum til birtingar. Oft er stjórnum fyrirtækja og framkvæmdastjórum ekki kunnugt um skyldu sína til að skila árs- reikningi en það eru einnfitt þeir aðilar sem skilaskyldan hvílir á. I öðru lagi þurfa þeir end- urskoðendur, sem taka að sér að skila árs- reikningum, að taka sig á og gera það á réttum tíma og með réttum hætti. í þriðja lagi þarf Árs- reikningaskrá að auka eftírlit til muna og reyna að beita þeim viðurlagaúrræðum sem þó eru fyrir hendi. í íjórða lagi þarf að þyngja viðurlög við umræddum brotum og gera heimildir til beitingar þeirra skýrari. Hægt væri t.d. að koma á dagsektum (í Danmörku eru sektir t.d. hlutfall af veltu) og/eða jafnvel að setja í lög heimild til að slíta félögum sem ekki hafa skilað með fullnægjandi hættí innan tiltekins tíma, td. árs, frá því að lokafrestur rann út. S3 Reynir Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Lánstrausts: „Upplýsingar um alla hluthafa sem eiga yfir 10% eiga að koma fram í ársreikningi. Eftir þessu er sjaldan farið.“ Úrræði 1) Gera stjómum fyrirtækja kunnugt um skyldu sína. 2) Endurskoðendur taki sig á með skil. 3) flrsreikningaskrá þarf að auka eftirlit sitt. 4) Þyngja þarf viðurlög við umræddum brotum. 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.