Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 97
Veiðidellan lætur ekki að sér
hæða og þær eru margar sög-
urnar sem ganga undir sam-
heitinu „veiðisögur". Þær eiga það
sameiginlegt að flestir telja þær
mestu ýkjur og sumar hreinustu lygi
en um leið fullyrða sögumenn að
hvert einasta orð sé hreinn sann-
leikur. Jón Ingvar Pálsson, lögfræð-
ingur hjá Innheimtustofnun sveitar-
félaga, er þekktur veiðimaður og
hefur frá ýmsu að segja eftir langa
veiðiævi.
„Eg byijaði sem leiðsögumaður
við veiðar 1978 og var við það í um 10
ár eða til 1988,“ segir Jón Ingvar.
„Efflr það hef ég verið með annan
fótinn við leiðsöguna en á þessum
árum hef ég auðvitað kynnst mýgrút
Jón Ingvar Pálsson og sonur, Jón Ingvar Jónsson, með góða veiði úr Stekknum í
Norðurá í júní 2002.
Veiddi þann sama tvisvar!
af merkilegu fólki og orðið vitni að ótrúlegustu atburðum fyrir
utan nú allar veiðisögurnar sem ég get sagt persónulega...og
allar dagsannar!"
Notaði lausu dagana Jón Ingvar hefur ekki látið sér duga að
veiða á Islandi heldur hefur hann farið víða um lönd og veitt og
þar á meðal til Ameríku og Kúbu en sagan sem hann ætlar að
segja er frá Laxá í Kjós.
„Þannig var að þegar ég var leiðsögumaður í Kjósinni kom
það íýrir að dagar voru lausir og þá gat maður skotíst og veitt
smávegis. Eg var, þegar þessi saga gerðist, árið 1983 líklega,
líka veiðivörður og notaði mér gjarnan lausu dagana. Einn dag
þegar leið á haustíð var laus stöng og ég svindlaði mér auðvitað
upp í efsta svæðið með það sama. Þetta var á veiðistað sem
heitír Efri-Stekkjarflöt en það er staður sem yfirleitt er ekki
mjög gjöfull eða viðvarandi veiðistaður en ég hafði heyrt það
eftir vini mínum, Olafi Helga Olafssyni, bónda á Valdastöðum í
Kjós, að þarna væri talsvert af fiski svo ég hugsaði mér gott tíl
glóðarinnar og fór að kasta.
Það gerðist ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt tyrst um
sinn. Nema hvað fiskurinn stökk allt í kring um mig, mest
leginn smáfiskur. Þegar ég var kominn niður týrir miðjan
streng og var á annarri eða þriðju flugu varð ég íýrir því að
flugan, sem var með þríkrækju, festist í sporði á fiski. Þetta
var smáfiskur eins og þeir sem voru að stökkva í kringum
mig og ég ætlaði bara að reyna að slíta hann frá því ég hafði
engan áhuga á honum og nennti ekki að elta hann um allt.
Ekki tókst mér hins vegar að slíta hann lausan og áður en ég
vissi af var hann kominn að mér og ég tosaði hann upp. Það
var reyndar ekkert auðvelt að ná tökum á honum svona með
fluguna í sporðinum. Við það að grípa í sporð laxins og snara
honum upp á land losnaði öngullinn og stakkst í lófann á mér,
rétt við þumalinn. Fiskurinn slapp við það sama og synti sína
leið. Sneri ég mér að því að losa öngulinn. Það gekk nokkuð
greiðlega en ég veitti því athygli að þarna voru bara tvær
krækjur eftir á flugunni, sú þriðja hafði týnst.
Sagan er dagsönn Ég lét það ekki á mig fá og greip aðra
flugu í boxinu, gula Frances, flugu sem fáir veiðimenn með
sjálfsvirðingu nota fyrr en í lengstu lög.
Ég fór beint efst í strenginn aftur og kastaði flugunni. Þar
kastaði ég 2-3 köst og labbaði aðeins niðureftir og það var eins
og við manninn mælt að það var tekið um leið. Ég varð glaður
og hélt að ég væri kominn í veislu þarna og bjó mig undir átök
við fiskinn. Sá var hins vegar ekki á sömu skoðun og barðist
hreint ekkert mér til undrunar. Ég rotaði hann og sá að hann
hafði kokgleypt öngulinn og fór að velta því íýrir mér af hverju
hann hefði ekki reynt að berjast af rneiri hörku. Ég skoðaði
hann allan og sá þá í honum öngul - í sporðinum! Þetta var þá
sami fiskur og ég hafði veitt áður. Það var nú á skjön við kenn-
inguna sem segir að maður fái sama fisk ekki aftur daginn sem
maður missir hann og að styggður fiskur taki ekki agn.
En þessi saga er dagsönn og ég man hana eins og hún hafi
gerst í gær - þó það séu rétt 20 ár síðan...“ BD
97