Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 114
Fundarherbergin eru glerklædd en glerið í sumum þeirra er þannig að hægt er að hleypa á það rafmagni og þá verður það
ógegnsætt.
Byggt á rúmu ári
íslenskir aðalverktakar sáu um byggingu hússins
en hún tók aðeins rúmt árþrátt fyrir stærðina.
Tilboðið var opnað þann 28.1.2002 og við okkur var samið
um miðjan febrúar," segir Guðmundur Gunnarsson
verkefnisstjóri. „Við hófum framkvæmdir strax og
afhentum fyrstu rými til verkkaupans í lok nóvember. Þó var
aðalafhending í desember.“
Uppsteypuverktaki hússins var Þ.G. verktakar. Límtré hf.
sá hins vegar um hvolfrýmið.
„Við vorum með 200-280 manns í vinnu við smíðina lengst
af en í nóvember og desember ijölgaði þeim upp í 330. Þá
unnum við á vöktum allan sólarhringinn," segir Guðmundur.
„Það hjálpaði óneitanlega að veðrið var svo gott sem það var
þvi verkkaupi lokaði húsinu ekki fyrr en í september."
Guðmundur segir parketgólfið i húsinu vera stærsta ein-
staka parketgólf á landinu. „Þetta er hlynur sem var grófunn-
inn í Kanada en fullþurrkaður og heflaður hér á landi.
Heildarflatarmál gólfsins er 8.000 fm. Terrassó er á 2.000
fermetra gólfrými. 7.000 fermetrar af loftum hússins eru
klæddir með álpanel og er það stærsta panelklædda loft
landsins. I húsinu er líka eitt fullkomnasta tölvukerfi lands-
ins en það stýrir öllum þáttum innan hússins og utan.“
I svona stóru húsi hlýtur rafmagnsþátturinn að vera stór
og segir Guðmundur hann vera tæplega 30% af heildarverk-
inu. „Sá þáttur var unninn af þremur fyrirtækjum sem sam-
einuðust undir heitinu RLR, eða Rafmiðlun, Ljósvaki og
Rafafl," segir hann. „Þessi vinnsla er gríðarlega flókin en
tókst vel til.“
Aætlað er að starfsmenn Orkuveitunnar verði 500 talsins
en skrifstofurými eru öll opin jafnt hjá forstjórum og öðrum
starfsmönnum.
Öll fundarherbegi og skilrúm í skrifstofurýmum eru
stúkuð af með glerveggjum, þetta skapar góða yfirsýn og
samhæfðara vinnuumhverfi.
Stærstu undirverktakar okkar í þessari framkvæmd voru
RLR, Stjörnublikk, Alhliða pípulagnir, Múr og mál, Múr og
terrassólagnir og Trésmiðjan Borg.
Stærstu efnissalar Byko, Gólfefnaval, Aseta og Ishlutir. S9
114