Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 119

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 119
VÍNUiyiFJÖLLUN SIGMflRS B. kynnst neyslu léttvíns á erlendri grundu, lært að njóta góðs víns. Þá hafa margar vísindarannsóknir sýnt fram á að hófleg neysla léttvíns er holl og hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Mörgum líður einfaldlega betur eftir að hafa drukkið eitt til tvö glös af víni með matnum. Fjölmargir Islendingar eiga nú sumarbústaði. Sumarbústaðir nútímans eru flestir hverjir búnir öllum nútímaþægindum. Margir heimsækja sumarbústaði sína allt árið um kring, þeir eru orðnir eins og annað heimili fólks. Mikill flöldi fólks verslar í verslunum ATVR í Borgarnesi og á Selfossi í vikulokin. Meirihluti þeirra viðskiptavina er fólk sem er að fara í sumarbústaði sína. UIÐ GRILLIÐ ÁSTROLSK VÍN ERU TILVALIN MEÐ GLÓÐARSTEIKTU KJÖTI. ÞAU ERU BRAGÐMIKIL, EIKAR- OG KRYDDBRAGÐ, IÐULEGA BRAGÐ AF ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM OG JAFNVEL SÚKKULAÐI. Ég mæli með hinu frábæra franska víni úr Alsace-héraði Chateau Insebourg Tokay Pinot Gris Le Clos á 1.990 krónur. Þetta eryndislegtvín, sýrulítið og ekki tanninríkt. Ljúft ávaxta- og kryddbragð, yfirgnæfandi er bragð af melónu, banana og hunangi. Kryddbragðið er flókið en meðal annars vottar íyrir vanillubragði. Þetta vín er einnig mjög gott með bragðmiklum ostum og reyktum laxi eða silungi. Sumarbústaöavín Ég hef oft orðið var við það að fólk kaupir ódýrari vín þegar það fer í sumarbústaðinn, oft er það svokallað kassavín. Það er eins og fólk haldi að vin skemmist eða versni við það að fara í sumarbústaðinn. Eins og áður sagði eru flestir sumarbústaðir nú til dags orðnir afar full- komnir enda iðulega annað heimili fólks. Þetta var allt öðru- vísi hér áður fyrr þegar við urðum að hristast á malarvegum og sofa í tjaldi. Nú er öldin önnur og engin ástæða til annars en að taka með sér gott vín í sumarbústaðinn. Pinot Grigio Þetta ítalska hvítvín er frábært sumarvín. Létt, þurrt, bragðmikið og frískandi. Tilvalið vín til að drekka síðdegis á sólríkum degi eða á meðan verið er að grilla. Pinot Grigio er góður fordrykkur, ágætt með glóðarsteiktum mat. Það eru til ótal útgáfur af þessu vinsæla ítalska hvítvíni en úrvalið er þó frekar takmarkað í verslunum ÁTVR. Castello Banfi San Angelo Pinot Grigio á 1.780 krónur er ljómandi vín, ekta Pinot Grigio, mjög ferskt, bragð af grænum eplum, jafn- vel myntu og hunangi. La Villa Pinot Grigio á 1.780 krónur er í 1,5 líters flöskum. Þetta er þægilegt vín á góðu verði. Tommasi La Rosse Pinot Grigio á 1.350 krónur er einnig góður kostur þó svo að það sé ekki í sama gæðaflokki og Castello Banfi. Við grillið Að grilla er matreiðsluaðferð sumarsins. Yfir sumarmánuðina breiðir ilmurinn frá grillum sig yfir sumar- bústaðahverfin á kvöldin. Glóðarsteiktur matur er oftast tölu- vert kryddaður og með honum hafðar sterkar sósur. Áströlsku vínin eru tilvalin með glóðarsteiktu kjöti. Þau eru bragðmikil, eikar- og kryddbragð, iðulega bragð af þurrk- uðum ávöxtum og jafnvel súkkulaði. Dæmi um góða ástralska bolta er Lindemans Bin 45 Cabernet, Sauvignon á 1.540 krónur og Penfolds Bin 407 Cabernet Sauvignon á 2.330 krónur. Fyrir þá sem hins vegar kjósa fremur bragðminni vín og ávaxtaríkari er hægt að mæla með Alta Vista Malbec 2000 á 1.480 krónur. Þetta argentíska vín er pressað úr Malbec þrúgunni sem upprunalega kemur frá Frakklandi. Malbec þrúgan dafnar einstaklega vel í Argentínu og þetta vín er orðið mjög vinsælt í Bandaríkjunum og í Norður-Evrópu. Þetta er afar ljúft vín með miklu ávaxta- og beijabragði, sólbeijum, blá- beijum og jarðarbeijum. Ekkert er að því að drekka hvítvín með glóðarsteiktum mat, einkum ef hann er mikið kryddaður. Nýtl í vínbúðinni Meðal nýrra víntegunda í reynslusölu í sér- deildum ÁTVR er skemmtilegt Chianti vín sem nefnist Isole E Olena Chianti Classico. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu vínum frá Toscana héraði en þaðan koma einmitt athyglis- verðustu ítölsku víntegundirnarí dag. Þetta er gott matarvín sem kjörið er að taka með sér í sumarbústaðinn, flaskan kostar 1.550 krónur. Annað nýtt vín sem kjörið er að taka með sér í sveitina er hvítvín frá Grikklandi, Kouros Patras á 1.090 krónur. Grískt vin hefur ekki verið á markaðnum hér undanfarin ár. Miklar framfarir hafa orðið í vingerð Grikkja á undanförnum árum, en eins og á öðrum sviðum menningar og tækni er Grikkland eitt elsta vínframleiðsluland heimsins. Þetta er ferskt vin og þægilegt, áhugavert vín sem gaman er að prófa. BIl Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum víntegundum í sumarbústaðinn: Rauðvín Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon á 1.540 krónur Penfolds Bin 407 Cabernet Sauvignon á 2.330 krónur Alta Vista Malbec 2000 á 1.480 krónur Isole e Olena Chianti Classico á 1.550 krónur Hvítvín Castello Banfi San Angelo Pinot Grigio á 1.780 krónur La Villa Pinot Grigio 1,5 lítrar á 1.780 krónur Tommasi La Rosse Pinot Grigio á 1.350 krónur Chateau Insebourg Tokay Pinot Gris Le Clos á 1.990 krónur Kouros Patras á 1.090 krónur. 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.