Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 120

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 120
Og eftirlæti margra íslendinga, David Beckham hjá Manchester United, sparkar bolta í skyrtu með merki Voda- fone. Vodafone er í samstarfi við Schumacher og Ferrari og því bregður vörumerki þeirra alltaf öðru hvoru fyrir á skjánum. Nafnið sameinar kostina Vodafone er eitt af sterkustu vöru- merkjum í heimi og þó að fyrirtækið haíi ekki verið starfandi á íslenskum markaði hefur það ekki farið framhjá íslendingum því að markaðsstarf þess hefur verið sýnilegt í gegnurn útsend- ingar á knattspyrnuleikjum í Ensku úrvalsdeildinni og þátttöku Schumacher og Ferrari í Formula 1 keppninni. Voda- fone er nú komið í samstarf við annað stærsta fjarskiptafyrirtækið á íslenskum markaði, nefnilega sameinað félag Íslandssíma, Halló og Tals sem hlotið heíúr nafnið „Og Vodafone". Nafnið þykir sérstakt og hefúr verið milli tannanna á fólki frá þvi það var kynnt um miðjan apríl. Skoðanir hafa verið skiptar, sumum finnst það smellið og skemmtilegt, öðrum finnst það ekki ganga. Til hagsbóta Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Og Vodafone, segir yfirstjórn fyrirtækisins ekki hafa áhyggjur af þessu. Og sé stutt og þjált íslenskt orð og það sé lýsandi fyrir þetta litla félag og starfsemi þess. Ekki hafi komið til greina að nota nöfn gömlu félaganna því að starfsmenn og við- skiptavinir eigi auðveldara með að starfa saman og samsama sig nýju nafni. Og sé notað til að tengja saman tvö orð eða orðasam- bönd, samanber „Komdu og talaðu við mig“, og því sameini það kosti hins smáa og stóra á alþjóðlegum vettvangi viðskiptavinum til hagsbóta. „Við erum fullvissir um að þetta virki vel sem nafn. Þær kannanir sem við höfum ládð gera eftir að við kynntum merkið hafa leitt í ljós að þekking á vörumerkinu og nýju nafni félagsins er afar mikil miðað við að um nýtt nafn sé að ræða,“ segir hann. Vodafone er ekki eignaraðili að Og Vodafone og því kom aldrei til greina að hið sameinaða félag bæri einungis nafnið Vodafone. „Vodafone ljær ekki nafn sitt til félaga sem það á ekkert í þvt að stjórnendur þar vilja hafa áhrif á rekstur þeirra félaga sem starfa að fullu undir þeirra merki. Við gerðum því samning við þá um svokallað tvímerki, sem þýðir að við verðum að nota eitthvað annað nafn með Vodafone-nafninu. Við tókum þá ákvörðun að nota „Og“ á fyrrgreindum for- sendum. Og Vodafone verður í framtíðinni notað um vöru og þjónustu félagsins, t.d. verður það heitið á verslunum félagsins, en félagið sjálft mun heita „Og ijarskipti" fáist til þess samþykki á hluthafafundi 3. júní. Það getur samt vel verið að hefð skapist fyrir því að félagið verði kallað Vodafone í daglegu tali. Við munum ekki amast við því frekar en að Vífilfell amast við því að Coca Cola er af flestum kaflað Coke.“ Færir krónur í kassann Þrátt fyrir sýnileika Vodafone hér á landi þekkja íslendingar ekkert sérstaklega vel tfl fyrirtækisins. Vodafone er breskt að uppruna og á í dag hlut í farsímafyrir- tækjum í 28 löndum. Fyrirtækið hefur gert samstarfssamninga í átta löndum að íslandi meðtöldu. Vodafone þjónar yfir 120 millj- ónum farsímanotenda og er því eitt stærsta farsímasamfélag í heimi. Félagið hóf farsímaþjónustu í Bretlandi 1985 sem hluti af fyrirtækinu Racal Electronics og óx mjög hratt. I september 1991 varð Vodafone, sem stendur fyrir voice og data og phone, að sérfyrirtæki. Fyrirtækið leggur áherslu á tai- og gagnaflutn- inga, m.a. um farsíma. - En hvað þýðir hetta samstarf fyrir íslendinga? „innan skamms tíma gefúr samningurinn viðskiptavinum okkar kost á að fá aðgang að farsímaneti Vodafone og samstarfsaðila þeirra þannig að reikiumhverfið verður mun stærra en áður og símar Og Vodafone munu virka á mun stærra svæði úti í heimi. Hvað reikiþjónustu varðar þá munum við bjóða upp á ýmsar áskriftar- leiðir fyrir þá sem eru á ferðalögum þannig að menn geti notið betri kjara erlendis en fyrst og fremst hefur þetta þá þýðingu að við getum komið mun hraðar með nýja þjónustu á markaðinn. Loks þýðir þetta eitt viðmót fyrir notendur hvar sem þeir eru á Vodafone farsímanetum í heiminum," svarar Pétur og telur að samstarfið við Vodafone muni einnig færa fleiri krónur í kassann hjá Og Vodafone í gegnum erlenda ferðamenn hér á landi. SH Nafninu - eða stærstum hluta pess - bregður stöðugt fyrir á skjánum, íslenska fyrirtœkinu til hagsbóta ogþá skiptir engu máli pó að fullt nafn sé Og Vodafone. Vodafone styrkir nefni- lega Ferrari og Manchester United. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.