Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 121
Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ístaks.
Mynd: Geir Ólafsson
Loftur Arnason
framkvæmdastjóri ístaks
Eftir Vigdísi Stefansdóttur
Loftur Arnason er nýr
framkvæmdastjóri verk-
takafyrirtækisins ístaks
en hann er þar öllum hnútum
kunnugur eftir að hafa
starfað í Jjölda ára hjá Jyrir-
tækinu.
„Eg hef unnið hjá Istaki frá
stofnun fyrirtækisins," segir
Loftur. „Undanfarin ár hef ég
unnið við hlið Páls Sigurjóns-
sonar, fráfarandi fram-
kvæmdastjóra, og verið hans
næsti maður. Eg þekki því
starfið vel og sé ekki að ég
muni gera neinar þreytingar
á fyrirtækinu. Páll verður
áfram innan fyrirtækisins
sem stjórnarformaður og því
hægt að leita til hans eftir
sem áður en það er mikill
styrkur Jyrir fyrirtækið."
Loftur segir samkeppnina
mikla í verktakageiranum og
íslensk fyrirtæki að því
leytinu til ólík erlendum að
vegna smæðar markaðarins
þurfi þau að vera allt í öllu.
„Við þurfum að vera mjög
Jjölhæfir og geta gengið í
nánast öll verk en það er ólíkt
þvi sem gerist erlendis þar
sem iyrirtæki sérhæfa sig á
ákveðnum sviðum og koma
ekki nálægt öðrum. Að mínu
mati gerir þetta íslensk fyrir-
tæki sterk í samanburði við
önnur og mjög hæf í sam-
keppni. Verkefni Istaks eru
gríðarlega Jjölbreytt, bæði
hér á landi og erlendis, en
aðaleigandi Istaks er danskt
fyrirtæki, Pihl & son, sem er í
eigu Sorens Langvad, og af
því leiðir að alltaf eru einhver
verkefni unnin í öðrum
löndum. Þessa dagana er
Istak t.d. samstarfsaðili að
stóru verkefni í Hammerfest í
Noregi þar sem við erum
með 40 starfsmenn."
Loftur er fæddur og alinn
upp á Grenivík. Hann tók
stúdentspróf frá MA og fór
þaðan í verkfræði í Háskóla
íslands. Eftir það lá leiðin til
Kaupmannahafnar þar sem
hann lauk verkfræðinámi sínu
árið 1969. „Strax að loknu
námi hóf ég störf við Búrfells-
virkjun hjá þeim sem síðar
stofnuðu Istak,“ segir Loftur.
Eftir það tók ég þátt í ýmsum
stórframkvæmdum á vegum
fyrirtækisins, s.s. Mjólkár-
virkjun, hafnargerð í Þorláks-
höfn, hafnargerð í Færeyjum
og virkjun Hrauneyjarfoss
svo eitthvað sé nefnt. Eg var
líka um tíma í Danmörku þar
sem ég vann við sjúkrahús-
byggingu og fór einnig
nokkrum sinnum til Israel að
vinna. Eftir að ég varð yfir-
verldræðingur hjá Istaki hef
ég verið meira á aðalskrifstof-
unni en hef þó komið nálægt
nær öllum þeim verkefnum
sem ístak hefur sinnt.
Loftur segist vera sveita-
strákur að upplagi og alltaf
sótt í útiveru og veiðiskap.
„Það að vera úti við var svo
stór þáttur í uppvextinum og
sjálfsagður að ég hef ekki
getað losnað við það,“ segir
hann. „Eg sæki í veiðiskap og
skytterí af ýmsu tagi og
gönguferðir um Jjöll og firn-
indi. Vinnan tekur þó ansi
mikið af mínum tíma og svo
þarf einnig að sinna Jjölskyld-
unni. Eg hef smávegis fiktað í
golfi en byijaði svo seint á því
að ég held að ég verði aldrei
nógu góður til að vera
ánægður með það sjálfur.“
Hvað ferðalög snertir
segist Loftur helst ferðast
innanlands ef hann eigi þess
kost. „Ég hef auðvitað þurft
að ferðast talsvert erlendis
starfsins vegna en mér þykir
íslensk náttúra frábær og vil
helst vera hér heima í
frítímum.“H!]
121