Lindin - 01.01.1938, Side 11
I. I N I) I N
9
biðjendur, tilbeiðslusiðir og tilbeiðsluinnihald kemur
til greina, er um kirkjuna er rætt.
En allt er þetta áþekkt aðferðum vorum í öðrum
efnum. Vér höfum fundastaði, fundamenn, fundasiði
og fundaefni um alll mögulegt. Vér gerum þetta sjálf,
viljum það og framkvæmúm; það er allt mannaverk.
Og þó við segjum með postulanum, að það sé Guð,
sem verki í oss bæði að vilja og framkvæma, þá er
svo í öllum efnum og ekki tniarefnum einum. Að
bvaða leyti er þá kirkjan frábrugðin öðrum félags-
stofnunum vorum?
Hér er þungamiðja alls þess máls, eins og það
blasir við mér. Tilveran öll er ein lífræn, gróandi
heild, sá veruleiki, sem er opinberun bins ósýnilega.
Guð opinberast ávalt og allstaðar sem nýsköpun. Svo
er það í ríki náttúrunnar og svo er það í lííi kyn-
slóðanna. Samkvæmt því er kirkjan einstæð nýsköpun
lifandi Guðs í lííi kynslóðanna, sögulegt fyrirbrigði,
Guðsgjöf, veruleiki, sem vér fyrirfinnum utan við
oss, í sögunni, og er og verður æfinlega það sem bún
er, hvernig sem afstaða vor til hennar er. Það, sem
vér leggjum til og ég áður nel'ndi: tilbeiðslustaði, til-
biðjendur, tilbeiðslusiði og tilbeiðsluinnibald er eins
og uppstillingin utan um bygginguna, en ekki bygg-
ingin sjáll', eins og grindin um blómið er ekki bíóm-
ið sjálft. Ivirkjan sem mannleg stofnun er misjöfn að
fegurð og fullkomnun, mjög svo ófullkomin og meira
og minna gölluð á hverri tíð. En kirkjan sem ný-
sköpun Guðs, sem blómið, þetta eilífðarblóm Guðs
skapandi vísdóms og máttar er ekkert annað en það,
sem sagt heflr verið um Jesúin Krist, að hann væri
Guð opinberaður í holdi. Þannið er kirkjan í innsta
eðli söguleg opinberun Guðs eða á táknrænu máli:
líkami Krists.
Frá þessu sjónarmiði séð verður réttur kirkjunnar
ekki fyrir borð borinn, eins og hann svo oft verður,