Lindin - 01.01.1938, Qupperneq 18
16
L I N D I N
helgidóms hús hugurinn stefnir til lofgerðar fús«. Og
staður og stund verður eftir mætti að vera samsvar-
andi vegsemdinni: staðnrinn helgidómshús, fráskilið
veraldarvafstri og stundin sérstaklega helguð guði.
í annan stað er það vitað af reynslunni og viður-
kennt, að málefnum manna og framkvæmdum er
mesti styrkur að því, að talsmenn þeirra og hluttak-
endur hafi sem oftast samfundi þeirra vegna. Hver
uppbyggir þá annan, gerist öðrum hvöt og kraftur að
unna málefninu og duga því sem bezt. Þetta vinna
þá líka safnaðarsamkomurnar til guðsþjónustu.
Enn er það, að breytingagirni er hýsna sterkur
þáttur í eðlisfari voru; góður, þegar breytingar eru
til bóta og fullkomnunar; en eigi jatnan tekið nægt
lillit til þess. Dagleg störf og umsyil', örlög og ytri
aðsókn verður of rnjög til þess, að gaumgæfni þess
dofnar, hvað sé guðs vilji og skylt sé að þjóna hon-
um. Veraldargæðin ginna til sín, glepja sjónir og
magna heimshyggjuna. Þar er svo margt nýtt til boða.
En þá kemur til hjálpar belgidagurinn og guðsþjón-
ustustundin að snúa hug og hjarta á veg helgunar-
innar. Hafandi hinna kólnandi hugarhræringa gengur
í guðs hús. Fyrsta bænin, sem innkoman í helgi-
dóminn vekur, getur verið bæn tollheimtumannsins:
»Guð, vertu mér syndugum líknsamur«. Blíðlegt við-
mót helgidómsins og kraftur guðs l'rá honum helg-
uðum hjörtum hér minnir á boð Jesú: »Iíomið til
mín allir þér, —«. Svo finnur aðkomandinn að: »Hér
er, guð mi'nn, gott að vera, gott að lofa nafnið þitt«.
Ilann íinnur í anda guð nálgast sig. Pljarta hans
vermist. Guðsmyndarneistinn þar tekur að glaðna.
Forna spurningin vaknar: »Hvað eigum vér að gjöra,
til þess að vér vinnum verk guðs?« Og svar hennar
er enn til reiðu: »Þetta er verk guðs, að þér trúið á
þann, sem hann sendi«. Og í gegn um þá trúarmót-
töku hljómar rödd hans: »Elskið hver annan, eins